Skín við sólu Skagafjörður eða stefnir í snjókomu? Þeir sem skoðuðu veðurspá fyrir Skagafjörð fyrir morgundaginn hafa rekið upp stór augu þegar þeir sáu að snjókomu var spáð frá klukkan 11 til 17. Að sögn veðurfræðings er biluðum hitamæli sennilega um að kenna. 20.8.2023 23:55
Bíll í ljósum logum á Miklubraut Slökkviliðinu barst tilkynning um bíl í ljósum logum á Miklubraut við göngubrúna við Grundargerði rétt hjá Skeifunni. Slökkviliðið segir alla farþega komna út úr bílnum og að verið sé að slökkva eldinn. 20.8.2023 23:17
Tesla Cybertruck á Íslandi Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins. 20.8.2023 23:08
Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. 20.8.2023 20:35
Hiti yfir tuttugu stig í Reykjavík í fyrsta sinn í sumar Hitinn fór yfir tuttugu gráður í Reykjavík í dag og er það í fyrsta sinn sem það gerist í sumar. Líkur á tuttugu stiga hita í Reykjavík eru almennt litlar en minnka ört eftir miðjan ágúst. Í Garðabænum náði hitinn 22,3 gráðum. 20.8.2023 19:06
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um brunann í Hafnarfirði, þar sem eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði sem fólk bjó í. Við verðum í beinni frá vettvangi með slökkviliðinu, og greinum frá nýjustu tíðindum þaðan. 20.8.2023 18:06
Húsið ekki samþykkt íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins Húsið sem brann við Hvaleyrarbraut var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins yfir húsnæði sem þyrfti að skoða betur. Sautján voru skráðir til heimilis í húsinu. Ekki er enn vitað hvernig eldur kviknaði í húsnæðinu. 20.8.2023 17:46
Mikilvægt að gera almennilegar ískúlur og vera ekki dónalegur Systkinin Jökull og Lóa verða með ísbúð í miðbænum á menningarnótt þriðja árið í röð. Krakkana dreymdi um að verða íssalar og slógu til fyrir tveimur árum. Íssalan verður metnaðarfyllri með hverju árinu. 19.8.2023 07:00
Vinnumálastofnun leigir Hótel Glym undir allt að áttatíu flóttamenn Vinnumálastofnun mun leigja Hótel Glym frá 1. október næstkomandi til hýsingar allt að áttatíu umsækjenda um alþjóðlega vernd. 18.8.2023 09:55
Segir að fórnarkostnaður Vatnsfjarðarvirkjunar sé falinn í umræðunni Tómas Guðbjartsson, læknir og umhverfisverndarsinni, segir að mikilfenglegir fossar og árgljúfur Vatnsdalsár séu aldrei sýnd í fjölmiðlaumræðu um Vatnsfjarðarvirkjun. Ekki sé rétt að lítið rask yrði á umhverfinu ef kæmi til virkjunar heldur myndu helstu gimsteinar friðlandsins hverfa. 18.8.2023 09:22