Rigning með köflum en styttir upp síðdegis Veðurstofan gerir ráð fyir austan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag, en þrettán til átján metrum syðst. Rigning með köflum sunnan- og suðvestanlands, en styttir upp síðdegis. Skýjað austanlands, en allvíða bjartviðri norðantil á landinu. 11.8.2023 06:27
Yrsa gaf Sigurjóni og Erlingi nýjan Kulda Yrsa Sigurðardóttir afhenti Sigurjóni Sighvatssyni og leikstjóranum Erlingi Óttari Thoroddsen fyrstu eintökin af nýrri útgáfu af spennusögunni Kulda. Samnefnd bíómynd þeirra félaga, byggð á bókinni, kemur í bíó 1. september. 10.8.2023 15:47
Fyrsta skóflustungan að íbúðum VR í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum fjölbýlishúsum VR á lóð félagsins í Úlfarsárdal í dag. Byggðar verða 36 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verða leigðar til félagsfólks VR. 10.8.2023 14:25
Máttu ekki synja barni um hjálpartæki Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við styrkjum vegna hjálpartækja sem börnum með fötlun eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar. 10.8.2023 10:40
Gítarleikarinn Robbie Robertson látinn Kanadíski tónlistarmaðurinn Robbie Robertson, gítarleikari og lagahöfundur hljómsveitarinnar The Band er látinn 80 ára að aldri. 10.8.2023 09:49
Vann einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala í lottói Maður sem keypti lottómiða í Flórída hefur unnið rúmlega einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala í Mega Millions-lottóinu. Vinningurinn er sá stærsti í sögu lottósins og sá þriðji stærsti í sögu bandarísks lottós. 9.8.2023 11:48
Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför. 9.8.2023 11:22
Segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Selenskís Úkraínsk stjórnvöld segjast hafa komið í veg fyrir atlögu að lífi Volodómír Selenskí, forseta landsins. Úkraínsk kona hefur verið handtekinn vegna málsins. Hún er sögð hafa safnað gögnum um ferðir forsetans til að undirbúa rússneska loftárás. 9.8.2023 07:26
Íslandsvinurinn William Morris á nýjum fótboltatreyjum Fótboltafélagið Walthamstow FC tilkynnti um treyjur félagsins fyrir næsta tímabil í síðustu viku. Treyjurnar eru skreyttar mynstri eftir textílhönnuðinn og íslandsvininn William Morris. 8.8.2023 13:16
Wayne Brady kemur út sem pankynhneigður Leikarinn og grínistinn Wayne Brady hefur komið út úr skápnum sem pankynhneigður. 8.8.2023 12:06