„Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2025 10:03 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir skipuleggjendur nú meta aðstæður og umfang skemmda. Vísir/Viktor Freyr Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir veðrið í Eyjum á miðnætti hafa verið töluvert verra en veðurspáin sagði. Vindurinn hafi tekið nokkur hvít tjöld semog bjórtjaldið. Því var öll dagskrá stöðvuð nema á stóra sviðinu. Nú sé verið að taka til og meta aðstæður. Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Stóra danstjaldið var fellt til að forða því frá foki og Hvítu tjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til að tryggja öryggi. Fyrr um kvöldið höfðu forsvarsmenn Þjóðhátíðar virkjað viðbragðsáætlun og opnað Herjólfshöllina sem fjölmargir gestir nýttu sér. Einnig var gjaldtöku í samgöngukerfi hátíðarinnar hætt um tíma til að tryggja að sem flestir kæmust til síns heima eða í höllina á sem öruggastan hátt. „Það kom þarna smá hvellur í smástund og nók nokkur hvít tjöld. Við vorum að hugsa um að taka bjórtjaldið niður en þá fauk það bara,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, um óveðrið sem reið yfir í Eyjum skömmu eftir miðnætti „Það var töluvert verra veður en spáin sagði,“ bætir hann við. Úr óveðri í blankalogn Veðurfræðingur höfðu spáð því að óveðrið myndi ganga nokkuð hratt yfir. „Þetta datt niður fyrir tvöleytið, datt niður í núll metra á sekúndu. Það var blankalogn, alveg ótrúlegt,“ segir Jónas og bætir við: „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt.“ „Við stoppuðum alla dagskrá nema á stóra sviðinu og héldum áfram fyrirframákveðinni dagskrá þar. Það gekk eins og smurð vél,“ segir Jónas. Enn að meta aðstæður Jónas, sem var nýmættur aftur niður í dal þegar fréttastofa náði í hann, sagði næstu skref vera að meta stöðuna og umfang skemmda. „Við erum að taka til núna og meta aðstæður,“ segir Jónas. Ekki liggur enn fyrir Veðurspáin er öllu rólegri fyrir Vestmannaeyjar í dag. „Vonandi verður restin af Þjóðhátíðinni bara flott,“ segir hann Eigendur hvítu tjaldanna sem fóru illa út úr veðrinu eru hvattir til að koma inn í dal að athuga tjöld sín með skipuleggjendum. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Verslunarmannahelgin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Stóra danstjaldið var fellt til að forða því frá foki og Hvítu tjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til að tryggja öryggi. Fyrr um kvöldið höfðu forsvarsmenn Þjóðhátíðar virkjað viðbragðsáætlun og opnað Herjólfshöllina sem fjölmargir gestir nýttu sér. Einnig var gjaldtöku í samgöngukerfi hátíðarinnar hætt um tíma til að tryggja að sem flestir kæmust til síns heima eða í höllina á sem öruggastan hátt. „Það kom þarna smá hvellur í smástund og nók nokkur hvít tjöld. Við vorum að hugsa um að taka bjórtjaldið niður en þá fauk það bara,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, um óveðrið sem reið yfir í Eyjum skömmu eftir miðnætti „Það var töluvert verra veður en spáin sagði,“ bætir hann við. Úr óveðri í blankalogn Veðurfræðingur höfðu spáð því að óveðrið myndi ganga nokkuð hratt yfir. „Þetta datt niður fyrir tvöleytið, datt niður í núll metra á sekúndu. Það var blankalogn, alveg ótrúlegt,“ segir Jónas og bætir við: „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt.“ „Við stoppuðum alla dagskrá nema á stóra sviðinu og héldum áfram fyrirframákveðinni dagskrá þar. Það gekk eins og smurð vél,“ segir Jónas. Enn að meta aðstæður Jónas, sem var nýmættur aftur niður í dal þegar fréttastofa náði í hann, sagði næstu skref vera að meta stöðuna og umfang skemmda. „Við erum að taka til núna og meta aðstæður,“ segir Jónas. Ekki liggur enn fyrir Veðurspáin er öllu rólegri fyrir Vestmannaeyjar í dag. „Vonandi verður restin af Þjóðhátíðinni bara flott,“ segir hann Eigendur hvítu tjaldanna sem fóru illa út úr veðrinu eru hvattir til að koma inn í dal að athuga tjöld sín með skipuleggjendum.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Verslunarmannahelgin Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira