Biðla til fólks að ganga ekki frá Vigdísarvallavegi Almannavarnir biðla til fólks að ganga ekki að Litla-Hrúti frá Vigdísarvallavegi sem var opnaður í morgun. Þó það sé styttra að eldgosinu í beinni loftlínu þá er engin stikuð gönguleið þaðan og leiðin því bæði erfiðari og hættulegri. 20.7.2023 14:02
Barnalán hjá Barbie-hjónum Leikstjórarnir Greta Gerwig og Noah Baumbach eignuðust annað barn sitt fyrr á árinu. Barnið kom því í heiminn í miðjum fjölmiðlatúr fyrir Barbie sem Gerwig leikstýrir og kom í bíó í vikunni. 20.7.2023 10:35
Ferðamenn upp við Litla-Hrút stuttu áður en gígurinn brast: „Þau hafa verið heppin að sleppa“ Skömmu áður en gígbarmurinn við Litla-Hrút brast í nótt gengu tveir ferðamenn yfir nýstorknað hraunið og stóðu þar sem hraunflóðið streymdi síðar niður. Björgunarsveitarmenn voru lengi að ná athygli fólksins sem flúði að lokum af vettvangi. 19.7.2023 16:56
Segir Kim Kardashian hafa bjargað lífi sínu eftir skotárás Kona sem var skotin fjórum sinnum í skotárás í Kansas síðastliðinn nýársdag segir að samfestingur frá Skims, fatamerki Kim Kardashian, hafi komið í veg fyrir að henni blæddi út eftir árásina. 19.7.2023 11:27
Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert. 19.7.2023 09:46
Sagðist ekki vilja drepa hann áður en hún seldi honum banvænan skammt Leandro DeNiro Rodriguez, barnabarn Robert DeNiro, lést af völdum ofskömmtunar eftir að hann tók fentanýlblandaðar morfínpillur. Sú sem seldi honum töflurnar sagði fyrir söluna að hún vildi ekki drepa hann. 16.7.2023 16:21
Safnar fyrir útfararkostnaði dótturdóttur sinnar sem var skotin til bana Hin 23 ára gamla Iyanna Brown var skotin voveiflega til bana á fimmtudag í Detroit í Bandaríkjunum. Amma hennar, Ingunn Ása Ingvadóttir Mency, hefur sett af stað söfnun fyrir útfarakostnaðinum. 16.7.2023 15:09
„Fæstir vilja vera óbeinir þátttakendur í kynlífi annarra“ Formaður Húseigendafélagsins segir reglulega kvartað til félagsins vegna kynlífsóhljóða. Eftirminnilegasta mál af því tagi var „Óp- og stunumálið“ í Kópavogi árið 2003. Hávaði vegna kynlífs sé eins og annar hávaði, hann verður að vera innan velsæmismarka. 16.7.2023 14:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur segir aðgerðir við gosstöðvarnar síðustu daga með þeim allra umfangsmestu sem liðið hefur tekið þátt í. Lokað er að gosstöðvunum í dag vegna mengunar, fjórða daginn í röð. Við tökum stöðuna á eldgosinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12 16.7.2023 12:00
Áfram lokað að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg. 16.7.2023 09:40