Talið að lík Mosley sé fundið Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag. 9.6.2024 08:23
Sólríkt sunnanlands og allt að 16 stiga hiti Léttskýjað verður á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og hiti gæti farið í allt að 16 stig. Þó er ekki er ólíklegt að hafgolan geri sig gildandi þar sem sólar nýtur. Norðaustast á landinu má búast norðvestanátt. 9.6.2024 08:06
Hrauntungan mallar löturhægt áfram Virki í gígnum sem enn er er virkur í eldgosinu við Sundhnúksgíga er svipuð og undanfarna daga. Hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg í gærmorgun hreyfist löturhægt eins og er, en viðbragsaðilar eru viðbúnir því að annað áhlaup gæti hafist á ný. 9.6.2024 07:44
Tómas hitti sofandi hjartaskurðlækninn Tómas Guðbjartsson hjartalæknir er staddur í Varsjá á ráðstefnu um hjartaskurðlækningar. Þar hitti hann einn fremsta hjartaskurðlækni Pólverja, Romual Cichon, sem var sofandi úti í horni á einni frægustu mynd sem tekin hefur verið í hjartaaðgerð og var valin mynd ársins 1987 í National Geographic. 8.6.2024 14:23
500 manns sóttu um störf hjá OCHE Reykjavík Alþjóðlega veitingastaða- og afþreyingakeðjan Oche opnar á gamla Stjörnutorgi Kringlunnar í næstu viku. Framkvæmdastjóri staðarins segir 500 starfsumsóknir hafa borist, þar af fimmtíu frá plötusnúðum. 8.6.2024 13:32
„Þetta er nánast allt eins og við áttum von á“ Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir atburðarrás morgunsins við Svartsengi hafa verið viðbúna. Helstu vandræðin núna séu gróðureldar sem kviknað hafa út frá hrauninu og slökkviliðið berst við. Hann segir Bláa lónið ekki í hættu. 8.6.2024 12:29
Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8.6.2024 09:54
Enginn ávinningur annar en einfaldlega hrært vatn Meistaranemi í næringarfræði segir vörur sem snúast um að hræra upp í vatni enn eitt tískufyrirbrigðið sem sé drifið áfram af markaðsöflum með gylliboðum. Ávinningurinn sé enginn, auk þess sem loforð um virkni séu efnafræðilega ómöguleg. Hún brýnir fyrir fólki að flækja ekki líf sitt að óþörfu en þau sem vilji geti einfaldlega hrært í vatninu sínu sjálf án þess að borga krónu fyrir það. 8.6.2024 09:20
39 ára karlmaður í haldi vegna árásarinnar á Mette Frederiksen Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið 39 ára karlmann sem grunaður er um að hafa ráðist á Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær. 8.6.2024 08:22
Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8.6.2024 08:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent