Starfsfólk veirufræðideildar fundar um hina óvæntu stöðu Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir deildina ekki í stakk búna til að taka, óvænt, við keflinu af Íslenskri erfðagreiningu í byrjun næstu viku. Hann segir ákvörðun forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hafa komið sér í opna skjöldu en mun eftir hádegi funda með starfsfólki veirufræðideildar um stöðuna sem upp er komin og næstu skref. 7.7.2020 11:53
Reyna að ná til kvenna af erlendum uppruna með hjálp Eflingar Aðeins rétt um fjögur og hálft prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru konur af erlendum uppruna. Stígamót hefur leitað til Eflingar til að reyna að ná betur til kvenna af erlendum uppruna því ljóst er að tölurnar endurspegla ekki með neinu móti þann raunveruleika sem konurnar búa við. 3.7.2020 12:48
Átta hundruð handtekin í háleynilegri lögreglurannsókn í Evrópu Á meðal þeirra átta hundruð sem handtekin voru í aðgerðinni voru nokkrir höfuðpaurar og leiðtogar glæpagengja sem lögreglan hafði um langt skeið reynt að góma. Þá voru tveir lögreglufulltrúar á meðal hinna handteknu. Flest hinna handteknu höfðu aðsetur í Bretlandi. 3.7.2020 07:46
Áður óséð verk eftir Picasso á uppboði Teikning eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings, verður á uppboði í lok þessa mánaðar. Verkið er frá 1931 og er metið á allt að einn og hálfan milljarð íslenskra króna. 2.7.2020 13:03
Boris Johnson hætti að skipta sér af málefnum Hong Kong Ríkisstjórn Boris Johnson hefur boðið rúmlega 2,9 milljónum íbúa Hong Kong að flytja til Bretlands. 2.7.2020 08:16
Skjálfti að stærð 3,1 mældist við Gjögurtá í nótt Jarðskjálftahrinan fyrir norðan er enn yfirstandandi. 2.7.2020 06:51
Hátt í sextíu farendur taldir af í Tyrklandi Hátt í sextíu farendur gætu hafa farist í bát sem sökk í stöðuvatninu Van í Tyrklandi í síðustu viku. Þetta segir innanríkisráðherra Tyrklands en Tyrkir settu af stað leit, meðal annars með þyrlum, þegar ljóst var að báturinn með fólkinu um borð hefði ekki skilað sér til hafnar þann 27. júní síðastliðinn. 1.7.2020 08:37
Þrjátíu handteknir á grunni nýrra öryggislaga Þrjátíu hafa nú verið handteknir í Hong Kong á grundvelli nýrra öryggislaga kínverskra yfirvalda. 1.7.2020 07:15
Neyðarstjórn velferðarsviðs gefur út tilmæli vegna mögulegrar hópsýkingar Í ljósi mögulegrar hópsýkingar í höfuðborginni hefur Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gefið út tilmæli um heimsóknir í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, á hjúkrunarheimili og í sambýli fyrir fatlað fólk. 30.6.2020 10:35
Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. 30.6.2020 07:16