Kallar eftir stefnu sem byggir á mannúð en ekki „ískaldri skilvirkni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2020 17:44 Aðgerðaleysi stjórnvalda í máli egypsku fjölskyldunnar var dropinn sem fyllti mælinn hjá Rósu Björk. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra þarf að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni í ljósi alvarlegra athugasemda sem hafa verið gerðar við frumvarpið. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður, sem í síðustu viku sagði sig úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði vegna máls egypsku fjölskyldunnar. Aðgerðaleysi stjórnvalda í máli fjölskyldunnar hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Það hafi ekki verið annað hægt en að taka afstöðu með börnunum. Rósa Björk hafi allra síst farið út í stjórnmál til að styðja brottvísun á börnum. „Þetta er náttúrulega mjög gleðileg niðurstaða fyrir fjölskylduna og sérstaklega börnin sem hafa fest hér rætur, verið í íslenskum skóla og tala nú íslensku. Það er líka gleðilegt og gott að sjá að kærunefnd útlendingamála kemst að þessari niðurstöðu. Þrátt fyrir að þetta séu gleðileg tíðindi fyrir fjölskylduna og samtakamátt almennings þá er þetta gríðarlega mikill ósigur fyrir stjórnmálin og sér í lagi fyrir þá ómannúðlegu stefnu stjórnvalda sem átti greinilega að fylgja til hins ítrasta,“ segir Rósa. Það sé greinilegt að stjórnvöld hafi ákveðið að „skella í lás“. Rósa segir augljóst að víða sé pottur brotinn í málaflokknum. Málið verði hafa afleiðingar. „Það sem við þurfum að sjá núna er að nefnd um endurskoðun útlendingalaga komi saman sem allra fyrst og geri alvöru úr því að meta framkvæmd útlendingalaga. Ríkisstjórnin þarf að sýna að hún virði sinn eigin stjórnarsáttmála um að mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verði lögð til grundvallar í málefnum flóttafólks og svo þarf dómsmálráðherra hreinlega að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni.“ Breytingar þurfi líka að eiga sér stað hjá Útlendingastofnun. „Við þurfum að halda vörð um að virða réttindi barna sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd út frá þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist.“ Gera þurfi heildstætt mat á hagsmunum barna í hvívetna. „En umfram allt þá þarf Ísland að axla siðferðislega skyldu sína og alþjóðlegar skuldbindingar sínar í málefnum flóttafólks og við þurfum að móta hér alvöru stefnu í málefnum flóttafólks sem byggir á mannúð en ekki ískaldri skilvirkni.“ Fjöldi fólks lét sig mál egypsku fjölskyldunnar varða. Þannig skrifuðu rúmlega tólf þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli hér á Íslandi. „Það er algjörlega greinilegt að það er almennur vilji fólks að halda vörð um réttindi barna og barnafjölskyldna. Það er grunnstefið í þeim tugþúsunda undirskrifta sem berast í hvert skipti sem málefni barna og barnafjölskyldna koma fram í fjölmiðlum og sömuleiðis mótmælum og samtakamætti almennings sem við sjáum til dæmis í þessu máli. Það er mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld að fólk upplifi að ekki sé hlúð að réttindum barna. Var það rétt ákvörðun að segja þig úr Vinstri grænum? „Það var rétt ákvörðun.“ Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Dómsmálaráðherra þarf að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni í ljósi alvarlegra athugasemda sem hafa verið gerðar við frumvarpið. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður, sem í síðustu viku sagði sig úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði vegna máls egypsku fjölskyldunnar. Aðgerðaleysi stjórnvalda í máli fjölskyldunnar hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Það hafi ekki verið annað hægt en að taka afstöðu með börnunum. Rósa Björk hafi allra síst farið út í stjórnmál til að styðja brottvísun á börnum. „Þetta er náttúrulega mjög gleðileg niðurstaða fyrir fjölskylduna og sérstaklega börnin sem hafa fest hér rætur, verið í íslenskum skóla og tala nú íslensku. Það er líka gleðilegt og gott að sjá að kærunefnd útlendingamála kemst að þessari niðurstöðu. Þrátt fyrir að þetta séu gleðileg tíðindi fyrir fjölskylduna og samtakamátt almennings þá er þetta gríðarlega mikill ósigur fyrir stjórnmálin og sér í lagi fyrir þá ómannúðlegu stefnu stjórnvalda sem átti greinilega að fylgja til hins ítrasta,“ segir Rósa. Það sé greinilegt að stjórnvöld hafi ákveðið að „skella í lás“. Rósa segir augljóst að víða sé pottur brotinn í málaflokknum. Málið verði hafa afleiðingar. „Það sem við þurfum að sjá núna er að nefnd um endurskoðun útlendingalaga komi saman sem allra fyrst og geri alvöru úr því að meta framkvæmd útlendingalaga. Ríkisstjórnin þarf að sýna að hún virði sinn eigin stjórnarsáttmála um að mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verði lögð til grundvallar í málefnum flóttafólks og svo þarf dómsmálráðherra hreinlega að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni.“ Breytingar þurfi líka að eiga sér stað hjá Útlendingastofnun. „Við þurfum að halda vörð um að virða réttindi barna sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd út frá þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist.“ Gera þurfi heildstætt mat á hagsmunum barna í hvívetna. „En umfram allt þá þarf Ísland að axla siðferðislega skyldu sína og alþjóðlegar skuldbindingar sínar í málefnum flóttafólks og við þurfum að móta hér alvöru stefnu í málefnum flóttafólks sem byggir á mannúð en ekki ískaldri skilvirkni.“ Fjöldi fólks lét sig mál egypsku fjölskyldunnar varða. Þannig skrifuðu rúmlega tólf þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli hér á Íslandi. „Það er algjörlega greinilegt að það er almennur vilji fólks að halda vörð um réttindi barna og barnafjölskyldna. Það er grunnstefið í þeim tugþúsunda undirskrifta sem berast í hvert skipti sem málefni barna og barnafjölskyldna koma fram í fjölmiðlum og sömuleiðis mótmælum og samtakamætti almennings sem við sjáum til dæmis í þessu máli. Það er mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld að fólk upplifi að ekki sé hlúð að réttindum barna. Var það rétt ákvörðun að segja þig úr Vinstri grænum? „Það var rétt ákvörðun.“
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
„Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06
Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23
Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53