„Útfærslan skiptir öllu máli“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. 27.9.2019 13:03
Mannskæður jarðskjálfti í Indónesíu Minnst tuttugu létust þegar jarðskjálfti að stærðinni 6,5 reið yfir á Mólúkkaeyjum í Indónesíu laust fyrir klukkan níu í morgun að staðartíma. 26.9.2019 14:49
Netanjahú fær stjórnarmyndunarumboð Forseti Ísraels hefur veitt Benjamín Netanjahú formanni Likud-flokksins umboð til stjórnarmyndunar. Þetta kemur fram á ísraelska fjölmiðlinum Haaretz. 25.9.2019 18:51
Kjaradeilu við ríkið vísað til ríkissáttasemjara Samningseiningar BSRB funduðu í dag eftir að slitnaði upp úr viðræðum við ríkið í gær. Niðurstaða fundarins var sú að vísa kjaradeilunni við ríki til ríkissáttasemjara. 25.9.2019 17:15
Ákveða í dag hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að skrifa undir nýja kjarasamninga án þess að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar. 25.9.2019 13:14
Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. 25.9.2019 12:55
Ferðamenn fari með gát vegna vatnavaxta á Vesturlandi og Vestfjörðum Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að framlengja úrkomuviðvaranir fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Á síðasta sólarhring hefur rignt gríðarlega á vesturhelmingi landsins og útlit er fyrir enn meiri ofankomu á næstu klukkutímum. 20.9.2019 13:27
Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20.9.2019 12:59
Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. 19.9.2019 15:10
Lofar stöðugu stuði og klikkaðri listdagskrá Dagana 19. - 22. september fer fram klikkuð menningarhátíð í tilefni af fjörutíu ára afmæli Geðhjálpar. 19.9.2019 13:29