Ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður Hundaheimurinn á Íslandi verður sífellt fjölbreyttari og fyrir skemmstu komu í heiminn fimm ómótstæðilegir hvolpar sem ekki hafa sést hér á landi áður. 16.7.2021 19:29
„Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni“ Eyjólfur Ásberg Halldórsson, sem hafði verið bólusettur gegn Covid-19, segist hafa fagnað of snemma en hann greindist með veiruna eftir að hann kom heim frá Spáni fyrr í mánuðinum. Hann hvetur fólk til að fara varlega áfram. 16.7.2021 18:43
Yfir hundrað þjófnaðir og innbrot: „Ekki auglýsa það á samfélagsmiðlum að þið séuð ekki heima“ Innbrotahrina gengur nú yfir á höfuðborgarsvæðinu og hafa yfir hundrað þjófnaðir og innbrot verið tilkynnt á síðustu tveimur mánuðum. Lögreglan biðlar til fólks að vera á varðbergi. 15.7.2021 19:15
Fimm með réttarstöðu sakbornings: Tóku efni að virði níutíu milljóna króna Fimm eru með réttarstöðu sakbornings í máli sem talið er tengjast skiplagðri kannabisframleiðslu. Lögregla hefur lagt hald á kannabisefni að virði rúmlega níutíu milljóna króna og upprætt fimm stórar kannabisframleiðslur í íbúðar- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. 15.7.2021 18:31
Segir framferði Ingó sérkennilegt og að blaðið standi við fréttina Ritstjóri Fréttablaðsins segir framferði Ingólfs Þórarinssonar, sem hefur krafið blaðamenn um miskabætur og afsökunarbeiðni vegna ummæla um hann, sérkennilegt. Blaðið standi við fréttina. 14.7.2021 18:08
Grunaður um manndráp en komst úr landi á nýju vegabréfi Til stendur að gefa út evrópska handtökuskipun vegna rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir að vera í farbanni grunaður um manndráp. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu vita hvar maðurinn er niðurkominn en talið er að hann hafi orðið sér út um nýtt vegabréf og þannig komist út landi. 14.7.2021 11:51
Miður sín og biðst afsökunar fyrir hönd Handlæknastöðvarinnar Stjórnarformaður handlæknastöðvarinnar er miður sín yfir máli læknis sem sviptur var læknaleyfi vegna fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða. Samstarfsmenn hafi orðið fyrir gríðarlegu áfalli. Hann biðst afsökunar fyrir hönd stöðvarinnar. 9.7.2021 18:30
Hannes skoðar úrskurðinn með lögmönnum sínum Hannes Hjartarson, háls, nef- og eyrnalæknirinn sem sviptur var starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, ætla ekki að tjá sig um efni úrskurðar heilbrigðisráðuneytisins eða málið að öðru leyti. 9.7.2021 17:23
Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. 9.7.2021 11:46
Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8.7.2021 15:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent