„Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni“ Elma Rut Valtýsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. júlí 2021 18:43 Hér má sjá Eyjólf Ásberg Halldórsson ásamt vini sínum Alberti Guðmundssyni á Spáni. Aðsend Eyjólfur Ásberg Halldórsson, sem hafði verið bólusettur gegn Covid-19, segist hafa fagnað of snemma en hann greindist með veiruna eftir að hann kom heim frá Spáni fyrr í mánuðinum. Hann hvetur fólk til að fara varlega áfram. Eyjólfur fór í frí til Marbella á Spáni með vinum sínum í upphafi mánaðar. Hann segir þá félaga hafa gætt vel að sóttvörnum. „Áður en við förum heim förum við allir í test og PCR test til að millilenda í Hollandi og fáum neikvætt úr báðum testum,“ segir Eyjólfur. Fljótlega eftir að heim var komið fékk hann símtal frá vini sínum sem býr í Hollandi sem hafði þá greinst með Covid-19 eftir að hafa farið í annað próf í Hollandi. „Þannig að ég fer þá sjálfur beint í test og fæ jákvætt þrátt fyrir að vera með engin einkenni þannig þetta kom mjög á óvart." Eyjólfur segir niðurstöðuna hafa komið sér sérstaklega á óvart þar sem hann er bólusettur. Hann fékk Jansen sprautu í byrjun júní. Vinirnir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Albert Guðmundsson og Eyjólfur Ásberg Halldórsson.Aðsend „Þannig ég fór bara út með þá hugsun að ég væri bara góður og engin hætta á Covid því ég hafði ekki heyrt um nein tilvik þar sem bólusettur einstaklingur hafi smitast," segir Eyjólfur sem hefur sloppið vel síðan faraldurinn hófst hér á landi. „Ég hafði aldrei farið í nein test og aldrei farið í sóttkví þannig maður var kannski byrjaður að fagna of snemma en síðan kom þetta bara eins og þruma úr heiðskíru lofti." Nú er Eyjólfur á níunda degi í einangrun en hann hefur ekki fundið fyrir neinum einkennum. Eyjólfur smitaði móður sína sem einnig er bólusett og litlu systur sína. „Hún er með tvær sprautur af Pfizer en hún fann meira fyrir þessu en ég. Missti bragðskynið og var smá slöpp." Eyjólfur hvetur fólk til að fara áfram varlega. „Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni," segir Eyjólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Bólusetningar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira
Eyjólfur fór í frí til Marbella á Spáni með vinum sínum í upphafi mánaðar. Hann segir þá félaga hafa gætt vel að sóttvörnum. „Áður en við förum heim förum við allir í test og PCR test til að millilenda í Hollandi og fáum neikvætt úr báðum testum,“ segir Eyjólfur. Fljótlega eftir að heim var komið fékk hann símtal frá vini sínum sem býr í Hollandi sem hafði þá greinst með Covid-19 eftir að hafa farið í annað próf í Hollandi. „Þannig að ég fer þá sjálfur beint í test og fæ jákvætt þrátt fyrir að vera með engin einkenni þannig þetta kom mjög á óvart." Eyjólfur segir niðurstöðuna hafa komið sér sérstaklega á óvart þar sem hann er bólusettur. Hann fékk Jansen sprautu í byrjun júní. Vinirnir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Albert Guðmundsson og Eyjólfur Ásberg Halldórsson.Aðsend „Þannig ég fór bara út með þá hugsun að ég væri bara góður og engin hætta á Covid því ég hafði ekki heyrt um nein tilvik þar sem bólusettur einstaklingur hafi smitast," segir Eyjólfur sem hefur sloppið vel síðan faraldurinn hófst hér á landi. „Ég hafði aldrei farið í nein test og aldrei farið í sóttkví þannig maður var kannski byrjaður að fagna of snemma en síðan kom þetta bara eins og þruma úr heiðskíru lofti." Nú er Eyjólfur á níunda degi í einangrun en hann hefur ekki fundið fyrir neinum einkennum. Eyjólfur smitaði móður sína sem einnig er bólusett og litlu systur sína. „Hún er með tvær sprautur af Pfizer en hún fann meira fyrir þessu en ég. Missti bragðskynið og var smá slöpp." Eyjólfur hvetur fólk til að fara áfram varlega. „Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni," segir Eyjólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Bólusetningar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira