Pallborðið um Katrínu Middleton: Yfirhylmingin alltaf verri en glæpurinn Sannleikurinn að baki veikindum Katrínar Middleton, prinsessu af Wales, er að öllum líkindum töluvert skárri en yfirhylmingin sem gripið hefur verið til vegna veikindanna. Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi þar sem málið var rætt. 14.3.2024 15:01
Myndaveisla: Söfnuðu hátt í milljón fyrir UN Women á Íslandi Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) stóð fyrir góðgerðaruppboði í Gallerí Fold síðastliðinn föstudag til styrktar UN Women á Íslandi. Dagurinn var alþjóðlegur baráttudagur kvenna og stóð FKA fyrir uppboðinu undir nafninu „Fjárfestum í konum“ sem var einmitt tilefnið þar sem ágóðinn rennur óskiptur til verkefna UN Women á heimsvísu. 14.3.2024 10:03
Inga Lind og Finnur deila áhuga á stangveiði Inga Lind Karlsdóttir, eigandi Skot Productions, og Finnur Harðarson fjárfestir og umsjónarmaður Stóru Laxár hafa látið vel að hvort öðru á opinberum vettvangi nýverið. 14.3.2024 08:00
Sársaknar sérhannaðrar úlpu: „Þetta er bara listaverkið mitt“ Andri Hrafn Gunnarsson, fatahönnuður sem búsettur er í Danmörku, sársaknar sérhannaðrar úlpu sem er hans eigin hönnun. Úlpan hvarf eftir að Andri lagði hana frá sér um stund á Kaffibarnum í miðbæ Reykjavíkur. 13.3.2024 21:00
Hús Ingu Lindar það dýrasta sem selst hefur á Íslandi Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og einn eigenda Skot productions, seldi 760 fermetra einbýlishús sitt að Mávanesi 17 í Garðabæ á 850 milljónir króna. Um er að ræða dýrasta einbýlishús sem selst hefur hér á landi. 13.3.2024 15:11
Patr!k og Laufey meðal handhafa Íslensku tónlistarverðlaunanna Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í kvöld í Silfurbergi í Hörpu. Fjöldi tónlistarmanna steig á svið og var veislustjórn í höndum mandólínleikarans og Geirfuglsins Freys Eyjólfssonar. 12.3.2024 22:01
Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12.3.2024 16:28
Heimaleikurinn með enn önnur verðlaunin í Glasgow Heimaleikurinn, í leikstjórn Smára Gunnarssonar og Loga Sigursveinssonar, hlaut áhorfendaverðlaun Glasgow Film Festival í gærkvöldi. Um er að ræða aðalverðlaun hátíðarinnar. 12.3.2024 14:15
Var heimilislaus þegar hún reyndi fyrir sér í Idol Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir tók þátt í allra fyrstu seríunni af Idol Stjörnuleit árið 2004, þá 21 árs gömul. Hún komst áfram eftir fyrstu áheyrnarprufurnar en komst ekki í þá síðustu eftir að hafa fengið ofsakvíðakast og endað í sjúkrabíl. 12.3.2024 07:01
Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11.3.2024 15:13