„Ég og Jonathan erum alltaf að tala um börn,“ segir Biles sem bætt hefur við sig fjórum gullverðlaunum á Ólympíuleikunum í ár. Hún segir Jonathan myndu eignast börn strax ef það væri hægt. Ferill þeirra beggja komi hinsvegar í veg fyrir að það sé hægt alveg strax.
„Augljóslega erum við bæði með okkar markmið sem við viljum ná áður en við stofnum fjölskyldu. En það er klárlega í okkar framtíð,“ segir 27 ára gamal goðsögnin sem ræddi málin í sjónvarpsþættinum Today Show.
Hjónin giftu sig í apríl í fyrra. Owens spilar fyrir Chicago Bears og mætti á Ólympíuleikana í París í ár til að fylgjast með sinni konu. Biles segir hann hafa notið sín í botn.