Mætti á nærfötunum einum klæða Geimfarar og fáklæddar stórstjörnur voru meðal þeirra sem létu sjá sig á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA sem fram fór í nótt. 12.9.2024 12:50
Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Velgengni bandarísku söngkonunnar Taylor Swift virðist engan endi ætla að taka en í nótt sópaði hún til sín verðlaunum á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA. Hún gerði sér lítið fyrir og tók sjö verðlaun með sér heim. 12.9.2024 09:41
Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann Rithöfundurinn og athafnastjórinn Bragi Páll Sigurðarson hefur fengið sér nýtt húðflúr á hægri rasskinnina. Þar er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í gervi Bjarnabófa úr myndasögunum um Andrés Önd og félaga. Bragi segist ekki upplifa sem svo að hann sé að sparka í liggjandi mann með húðflúrinu. 11.9.2024 15:05
Gat varla gengið en hljóp hálfmaraþon Dagur B. Eggertsson forseti borgarráðs segist hafa komið sjálfum sér og öðrum á óvart um helgina þegar hann hljóp hálfmaraþon. Hann segir það stóran áfanga, hann hafi ekki verið viss um að hann gæti þetta, enda séu ekki mörg ár síðan hann gat varla gengið vegna gigtar og þurfti að styðjast við staf vetrarlangt. 11.9.2024 09:54
Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Einbýlishús í miðbæ Hafnarfjarðar sem komst í fréttirnar í mars þegar íbúi þess lýsti hræðilegum aðstæðum í húsinu er komið á sölu. Eigandi þess segir „Hafnarfjarðarhreysið“ eins og hann kallar það hafa verið stórlega endurbætt og bíði nú nýrra eigenda. 10.9.2024 13:30
Endurvekur misheppnuðustu útihátíð heims Skipuleggjandi misheppnuðustu útihátíðar í heimi, Fyre Festival, skipuleggur nú endurkomu hátíðarinnar sem hann kallar Fyre II. Hann er enn á skilorði eftir að hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir svik eftir þá síðustu. Fjárfestir sem lagði fé í þá fyrri varar hugsanlega fjárfesta við að taka þátt í gjörningnum. 10.9.2024 10:02
Selur tvær íbúðir á sama tíma Ferðaljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir er með tvær íbúðir á sölu í miðborg Reykjavíkur ásamt eiginmanni sínum Leo Alsved. Aðra þeirra hafa þau nýtt í útleigu og á Airbnb. 9.9.2024 17:31
Opnar sig í myndbandi: Hefur lokið lyfjameðferð Katrín Middleton prinsessa af Wales hefur lokið lyfjameðferð. Hún segist nú ætla að einbeita sér að því að halda sér heilbrigðri. 9.9.2024 16:08
Selur íbúð með palli en engum berjarunna Guðmundur Heiðar Helgason almannatengill hefur sett frægasta pall landsins í Vogahverfi í Reykjavík á sölu. Pallurinn komst í fréttir fyrir þremur árum síðan þegar borgaryfirvöld fóru fram á að þar yrði grasblettur og berjarunni. 9.9.2024 14:45
„Hvað ef Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra segir vandamálabransann orðið sérstakt vandamál á Íslandi. Það sé bransi sem gangi út á að finna sífellt nýtt bakslag til þess að geta beðið um meiri pening frá hinu opinbera. Þetta segir Sigmundur í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segir stjórnmálamenn upp til hópa ekki standa í lappirnar gagnvart þessu og fleiri málum sem snúi að umbúðum og ímyndarmennsku. 9.9.2024 10:50