Segir sveitarfélög draga lappirnar vegna illa lagðra hlaupahjóla Hjólreiðaaðgerðarsinni segir illa lögð rafhlaupahjól á hjólreiðastígum höfuðborgarsvæðisins vera orðin eitt helsta vandamálið á stígunum. Hann segir alveg ljóst að sveitarfélög beri ábyrgð á málinu, þó sum hver firri sig ábyrgð og segir þrjá möguleika til betrumbóta. 13.10.2023 06:45
Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri atburðum í mínu lífi“ Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna noti tilefnið nú til að ræða stöðuna á kjörtímabilinu og hvað sé framundan í samstarfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðuneytaskipan. Hann segir atburði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi. 12.10.2023 12:57
Þorgrímur Þráins brotnaði saman: „Við erum að missa börnin okkar“ Þorgrímur Þráinsson segir að það sé neyðarástand í landinu. Líðan ungmenna, námsárangur og málskilningur kalli á aðgerðir. Hann segir foreldra vera að bregðast og segir kennara og skóla ekki geta meir. 12.10.2023 10:06
Fá ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Stelara að svo stöddu Íslenska líftæknilyfjafélagið Alvotech segir að Lyfja-og matvælaeftirlit Bandaríkjanna muni ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT04 (ustekinumab), fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara að svo stöddu. 12.10.2023 08:28
Björgunarsveitir kallaðar út vegna fastra bíla Fjöldi bíla er fastur í Hveradalabrekku á Suðurlandsvegi og í Þrengslum vegna færðar. Björgunarsveitir á Suðurlandi eru á leið á vettvang. 12.10.2023 08:10
Vetrarfærð víða og snjór í efri byggðum Vetrarfærð er nú víðsvegar um landið og nokkuð hefur snjóað í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins í nótt og einnig á Hellisheiði. 12.10.2023 07:19
Blæs á gagnrýni á efnistök heimildarmyndar um hrunið Efnistök heimildarmyndar um bankahrunið, Baráttan um Ísland, hafa verið harðlega gagnrýnd af fólki sem kom að gerð myndarinnar á fyrri stigum framleiðslu. Leikstjóri myndarinnar og upprunalegur framleiðandi segir að markmiðið hafi alltaf verið að beina sjónum að bankafólki sem hafi staðið í stafni þegar hrunið varð sem og að eftirmálum þess. 12.10.2023 06:46
Eldur í bíl og Hvalfjarðargöng lokuð Umferðaróhapp varð í Hvalfjarðargöngum á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti beinir lögregla umferð í Hvalfjörðinn. 11.10.2023 16:26
Kanna fýsileika jarðganga til Vestmannaeyja Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 11.10.2023 12:54
Arion hækkar ýmist eða lækkar vexti Arion banki hækkar ýmist eða lækkar inn-og útlánavexti sína í dag, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um óbreytta stýrivexti. 11.10.2023 10:39