Vala er nýr forstjóri hjá Sæbýli Vala Valþórsdóttir er nýr forstjóri Sæbýlis, hátæknifyrirtækis í þróun framleiðsluaðferða við landeldi á sæeyrum (e. abalone). Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 17.8.2023 15:34
Áminning um að plastið drepi Yfirfullar ruslatunnur og matarafgangar eru sérstaklega freistandi fyrir máva í byggð. Mávur sem festi plast á gogginn á sér á Álftanesi er áminning til allra um að ganga vel frá úrgangi og að minnka notkun á óþarfa plasti eftir bestu getu. Stofnunin hefur látið lögreglu og bæjaryfirvöld í Garðabæ vita af málinu. 17.8.2023 14:35
Heitavatnslaust í öllum Hafnarfirði og hluta Garðabæjar frá mánudegi til miðvikudags Vegna tengingar á nýrri stofnlögn hitaveitu verður heitavatnslaust í öllum Hafnarfirði og litlum hluta Garðabæjar frá kl. 22.00 mánudaginn 21. ágúst næstkomandi til kl. 10.00 að morgni miðvikudagsins 23. ágúst. 17.8.2023 14:11
Stundin runnin upp til að berjast fyrir móðurmálinu Bubbi Morthens segir Íslendinga vera komna á þann stað að þeir þurfi að spyrja sig hvort þeir vilji tala íslensku áfram, tungumálið sé að verða hornreka í orðsins fyllstu merkingu. Hann segir stundina hafa runnið upp þar sem berjast þurfi fyrir móðurmálinu. 17.8.2023 11:16
Farþegar selfluttir í land: Reykjavíkurhöfn stútfull af skemmtiferðaskipum Fjögur skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavíkurhöfn og liggur eitt þeirra við ytri höfnina þar sem legupláss nær henni er upptekið. Það þýðir að selflytja þarf farþega í land. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ljóst að um háönn sé að ræða. 16.8.2023 16:48
Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16.8.2023 15:08
Verkið hófst ekki nógu snemma til að tímalína stæðist Átta mánaða tafir á framkvæmdum við Hlemm skýrast af því að verkið hófst ekki nógu snemma til þess að tímalína stæðist og þá var ekkert gert í fjóra mánuði í vetur vegna frosts í jörðu. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis. 16.8.2023 07:00
Bílvelta á Suðurlandsbraut Bílvelta varð á Suðurlandsbraut á fjórða tímanum í dag. Einn var í bílnum. Sjúkrabíll, lögregla og slökkvilið mættu á vettvang. 15.8.2023 15:48
„Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu“ Eldri borgari í Hveragerði segir að sér hafi ekki orðið meint af eftir að hún smakkaði ber á dularfullri plöntu í gróðurhúsi sonar síns í Biskupstungum. Hún kveðst þakklát fyrir að hafa einungis smakkað eitt ber, en hefði hún smakkað fleiri hefði hún getað upplifað ofskynjanir, ógleði, iðraverki og í miklu magni geta berin valdið andnauð og jafnvel hjartastoppi. Hún hyggst fjarlæga plöntuna barnabarnanna vegna. 15.8.2023 10:26
Stutt á milli feigs og ófeigs í umferðinni á Seltjarnarnesi Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósagatnamót Seltjarnarness á föstudag þar sem Suðurströnd og Nesvegur mætast. Íbúi sem varð vitni að atvikinu segir of algengt að ökumenn keyri hraðar en takmarkanir leyfi á svæðinu. 15.8.2023 06:45