Svona er umhorfs við Fagradalsfjall í skjálftahrinunni Jarðfræðingar búast við áframhaldandi skjálftahrinu á Reykjanesi næstu daga. Upptök skjálftahrinunnar eru á milli Fagradalsfjalls og Keilis en landris hefur orðið á stóru svæði á nesinu. 6.7.2023 16:22
Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6.7.2023 16:02
Eitt barn látið í London eftir að bíll keyrði inn í barnaskóla Eitt barn er látið og sex önnur slösuð auk tveggja fullorðinna eftir að Land Rover jeppa var keyrt inn í grunnskóla í Wimbledon hverfi í suðvesturhluta London í morgun. Um er að ræða skóla fyrir stúlkur á aldrinum 4 til 11 ára. 6.7.2023 13:00
Enn við höfn nokkrum mánuðum eftir að hafa strandað Flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í apríl er enn í höfn við Akureyri. Skipið verður dregið úr landi á næstu dögum en ekki verður gert að fullu við skipið fyrr en það er komið úr landi. 6.7.2023 11:31
Óvenju há rafleiðni ekki merki um yfirvofandi Kötlugos Óvenju há rafleiðni í Múlakvísl miðað við árstíma bendir ekki til þess að líkur hafi aukist á Kötlugosi. Náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands segir rafleiðni hægt og bítandi fara minnkandi. Hann hvetur fólk í grenndinni að fara varlega vegna jarðgass. 6.7.2023 10:42
Sást í „púka“ hlaupa í burtu frá brennandi trampolíni Kveikt var í trampolíni á skólalóð Rimaskóla síðustu helgi. Um var að ræða nýtt trampolín sem er ónýtt eftir verknaðinn. Aðalvarðstjóri segir sjónarvotta hafa séð unglinga á hlaupum frá vettvangi. Íbúar í Rimahverfi íhuga að koma á laggirnar nágrannavörslu. 6.7.2023 06:45
Í ströngustu öryggisvist vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn Hinn 23 ára gamli karlmaður sem ákærður var fyrir skotárásina í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í júlí á síðasta ári hefur verið dæmdur sekur fyrir þrjú manndráp og ellefu tilraunir til manndráps. Hann verður vistaður í öryggisvistun sem er ætluð sérstaklega hættulegum föngum, í ótakmarkaðan tíma. 5.7.2023 13:51
Enn ófundinn eftir hnífstunguárás á Laugavegi Maðurinn sem stakk annan mann með hníf í miðbæ Reykjavíkur þar síðustu nótt er enn ófundinn. Árásin átti sér stað á Laugavegi í miðborginni en sá sem varð fyrir árásinni er á batavegi á Landspítala. 5.7.2023 11:22
„Við tökum öllum ábendingum alvarlega“ Ábending til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vopnaður maður gengi um götur Reykjanesbæjar í gærkvöldi reyndust ekki á rökum reistar. Varðstjóri segir að lögregla muni ávallt taka öllum slíkum ábendingum alvarlega. 5.7.2023 10:10
Sjaldgæfur sumarstormur veldur usla í Hollandi Sjaldgæfur sumarstormur hefur gert usla í Hollandi í dag og haft víðtæk áhrif á samgöngur í landinu sem og flugferðir til og frá Hollandi. 5.7.2023 09:22