Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindar­hvols

Þing­menn Mið­flokksins hafa óskað eftir því við for­sætis­ráð­herra að hann leggi fram til­lögu til for­seta Ís­lands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upp­lýsingar sem fram koma í ný­birtri Lindar­hvols­skýrslu.

Enn við höfn nokkrum mánuðum eftir að hafa strandað

Flutninga­skipið Wil­son Skaw sem strandaði á Húna­flóa í apríl er enn í höfn við Akur­eyri. Skipið verður dregið úr landi á næstu dögum en ekki verður gert að fullu við skipið fyrr en það er komið úr landi.

Ó­venju há raf­leiðni ekki merki um yfir­vofandi Kötlu­gos

Ó­venju há raf­leiðni í Múla­kvísl miðað við árs­tíma bendir ekki til þess að líkur hafi aukist á Kötlu­gosi. Náttúru­vá­sér­fræðingur Veður­stofu Ís­lands segir raf­leiðni hægt og bítandi fara minnkandi. Hann hvetur fólk í grenndinni að fara var­lega vegna jarð­gass.

Sást í „púka“ hlaupa í burtu frá brennandi trampo­líni

Kveikt var í trampo­líni á skóla­lóð Rima­skóla síðustu helgi. Um var að ræða nýtt trampo­lín sem er ó­nýtt eftir verknaðinn. Aðal­varð­stjóri segir sjónar­votta hafa séð ung­linga á hlaupum frá vett­vangi. Í­búar í Rima­hverfi í­huga að koma á lag­girnar ná­granna­vörslu.

Í ströngustu öryggis­vist vegna skot­á­rásarinnar í Kaup­manna­höfn

Hinn 23 ára gamli karl­maður sem á­kærður var fyrir skot­á­rásina í verslunar­mið­stöðinni Fields í Kaup­manna­höfn í júlí á síðasta ári hefur verið dæmdur sekur fyrir þrjú mann­dráp og ellefu til­raunir til mann­dráps. Hann verður vistaður í öryggis­vistun sem er ætluð sér­stak­lega hættu­legum föngum, í ótakmarkaðan tíma.

Enn ó­fundinn eftir hnífs­tungu­á­rás á Lauga­vegi

Maðurinn sem stakk annan mann með hníf í mið­bæ Reykja­víkur þar síðustu nótt er enn ó­fundinn. Á­rásin átti sér stað á Lauga­vegi í mið­borginni en sá sem varð fyrir á­rásinni er á bata­vegi á Land­spítala.

„Við tökum öllum á­bendingum al­var­lega“

Ábending til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vopnaður maður gengi um götur Reykjanesbæjar í gærkvöldi reyndust ekki á rökum reistar. Varðstjóri segir að lögregla muni ávallt taka öllum slíkum ábendingum alvarlega.

Sjá meira