„Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2023 14:37 Mávar eru ekki allra og eiga undir högg að sækja að sögn Jóhanns. Fuglafræðingur segir aukinn ágang máva á höfuðborgarsvæðinu og kvartanir vegna þeirra vera árlegan viðburð. Ungar séu að komast á legg og þeir stundi gjarnan áhættusamari hegðun en eldri mávar. Hann segir máva eiga erfitt uppdráttar, líkt og aðra sjófugla, þeir þurfi á sínu plássi og gjarnan verða fyrir barðinu á því sem hann kallar tegundarasisma. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa rætt aukinn ágang máva á hverfishópum á samfélagsmiðlinum Facebook. Meðal annars hafa íbúar rætt læti í mávum í vesturbæ Reykjavíkur og þá hefur verið athugað með hreiður á toppi fjölbýlishúsa í Sjálandshverfi í Garðabæ vegna fjölda máva. „Þetta er þessi árlega umræða,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, í samtali við Vísi. Mikil umræða átti sér stað um máva í mannabyggð í fyrra en Garðbæingar sögðust langþreyttir á ástandinu og veltu einhverjir því upp hvort mávar væru árasargjarnari en áður. Jóhann Óli segir síst meira um máva í mannabyggð nú en síðustu ár. Upp úr 2005 hafi sílarmávar í auknum mæli sótt í mannabyggð eftir að stofnar sandsílis hrundu en ástandið svo aftur skánað rúmum tíu árum síðar. „En þetta hefur alltaf verið reytingur af fuglum sem mætir í bæina. Sérstaklega á tímum sem þessum þegar ungarnir eru komnir, þá eru þeir meira áberandi. Þeir eru vitlausir, háværir, frekir og ekki búnir að læra á lífið.“ Frekar dapurt ástand hjá sjófuglum Jóhann Óli ræddi ástand sjófugla við fréttastofu fyrir tveimur árum síðan. Þá hvatti hann til þess að þeir væru friðaðir og sagði ástand þeirra dapurt, þeim hefði fækkað mikið vegna hlýnandi sjávarhita. „Þetta stefnir allt niður á við hjá mávum rétt eins og öðrum sjófuglum. Þetta er allt frekar dapurt. Það er þó mismunandi eftir því hvaða tegund er um að ræða en sex tegundir verpa hér á landi. Svartbaknum hefur fækkað. Sílarmávurinn virðist lafa og hettumávurinn er í sæmilegu standi.“ Jóhann Óli segir neikvæðri umræðu um máva reglulega skjóta upp kollinum og þá sérstaklega á þessum tíma árs. Mávar fari í taugarnar á fólki. „Við köllum þetta stundum tegundarasisma. Þetta eru meira og minna fordómar. Þeir fara í taugarnar á fólki en þetta er í flestum tilvikum indælir fuglar. Það er einn og einn erfiður, að næla sér jafnvel í unga og það fer enn meira í taugarnar á fólki.“ Ljóst sé að svöng dýr leiti sér að æti. Mávar geri þannig engan greinarmun á steik á grilli, brauði við tjörnina sem eigi að fara til anda, eða annars mat. „Þetta er árlegur söngur. Við þurfum alltaf að hafa eitthvað til að kvarta yfir. Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri, eða þá tófan,“ segir Jóhann á léttum nótum. Jóhann Óli hefur miklar áhyggjur af stöðu sjófugla við Ísland. Fuglar Garðabær Reykjavík Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa rætt aukinn ágang máva á hverfishópum á samfélagsmiðlinum Facebook. Meðal annars hafa íbúar rætt læti í mávum í vesturbæ Reykjavíkur og þá hefur verið athugað með hreiður á toppi fjölbýlishúsa í Sjálandshverfi í Garðabæ vegna fjölda máva. „Þetta er þessi árlega umræða,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, í samtali við Vísi. Mikil umræða átti sér stað um máva í mannabyggð í fyrra en Garðbæingar sögðust langþreyttir á ástandinu og veltu einhverjir því upp hvort mávar væru árasargjarnari en áður. Jóhann Óli segir síst meira um máva í mannabyggð nú en síðustu ár. Upp úr 2005 hafi sílarmávar í auknum mæli sótt í mannabyggð eftir að stofnar sandsílis hrundu en ástandið svo aftur skánað rúmum tíu árum síðar. „En þetta hefur alltaf verið reytingur af fuglum sem mætir í bæina. Sérstaklega á tímum sem þessum þegar ungarnir eru komnir, þá eru þeir meira áberandi. Þeir eru vitlausir, háværir, frekir og ekki búnir að læra á lífið.“ Frekar dapurt ástand hjá sjófuglum Jóhann Óli ræddi ástand sjófugla við fréttastofu fyrir tveimur árum síðan. Þá hvatti hann til þess að þeir væru friðaðir og sagði ástand þeirra dapurt, þeim hefði fækkað mikið vegna hlýnandi sjávarhita. „Þetta stefnir allt niður á við hjá mávum rétt eins og öðrum sjófuglum. Þetta er allt frekar dapurt. Það er þó mismunandi eftir því hvaða tegund er um að ræða en sex tegundir verpa hér á landi. Svartbaknum hefur fækkað. Sílarmávurinn virðist lafa og hettumávurinn er í sæmilegu standi.“ Jóhann Óli segir neikvæðri umræðu um máva reglulega skjóta upp kollinum og þá sérstaklega á þessum tíma árs. Mávar fari í taugarnar á fólki. „Við köllum þetta stundum tegundarasisma. Þetta eru meira og minna fordómar. Þeir fara í taugarnar á fólki en þetta er í flestum tilvikum indælir fuglar. Það er einn og einn erfiður, að næla sér jafnvel í unga og það fer enn meira í taugarnar á fólki.“ Ljóst sé að svöng dýr leiti sér að æti. Mávar geri þannig engan greinarmun á steik á grilli, brauði við tjörnina sem eigi að fara til anda, eða annars mat. „Þetta er árlegur söngur. Við þurfum alltaf að hafa eitthvað til að kvarta yfir. Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri, eða þá tófan,“ segir Jóhann á léttum nótum. Jóhann Óli hefur miklar áhyggjur af stöðu sjófugla við Ísland.
Fuglar Garðabær Reykjavík Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira