Áfram sól og sumar fyrir sunnan Í dag verður áfram norðanátt og sums staðar töluverður vindur. Norðan-og austanlands verður súld eða rigning og jafnvel slydda til fjalla. 4.7.2023 07:20
Ekki ástæða til að vara íslenska hundaeigendur við Matvælastofnun sér ekki ástæðu til að vara hundaeigendur sérstaklega við smitandi hósta meðal hunda að óbreyttu. Ekki eru fleiri tilvik um smitaða hunda nú en áður. Langstærstur hluti hunda hér á landi er bólusettur gegn flestum veirum. 4.7.2023 06:46
Einstök og Thule fá ekki ný nöfn í bráð Ekki er á döfinni hjá Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi að enska nöfn fleiri vörumerkja á vegum fyrirtækisins í bráð. Vörutegundir líkt og bjórtegundirnar Einstök og Thule munu áfram verða með sín nöfn. 3.7.2023 14:44
Leit að Sigrúnu ber engan árangur Leit að Sigrúnu Arngrímsdóttur hefur enn engan árangur borið. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til þeirra sem upplýsingar gætu haft um að hafa samband. 3.7.2023 13:31
Tjarnarbíó bjargað Ríkið mun í samstarfi við Reykjavíkurborg leita leiða til að tryggja rekstur Tjarnarbíós og verður leikhúsinu því ekki lokað í haust. Leikhússtýra segist anda léttar. 3.7.2023 13:09
Óttast að svikaupphæðin nemi 200 milljónum króna Árni Björn Björnsson, veitingamaður á Sauðárkróki, segist óttast að Íslendingur sem gefið hafi sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu, hafi svikið hátt í 200 milljónir króna frá stórum hópi fólks. Hann segir fjölda þeirra sem hafi samband við sig vegna málsins aukast á hverjum degi. Hann mun gefa lögreglu skýrslu í dag vegna málsins. 3.7.2023 12:01
Gunnar Hörður til Brussel frá ríkislögreglustjóra Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, hyggst kveðja félaga sína hjá embættinu en hann hefur þess í stað störf í Brussel við samskiptadeild uppbyggingarsjóðs EES. 3.7.2023 10:46
Landlæknir sektaður vegna öryggisbrests í Heilsuveru Embætti landlæknis harmar að alvarlegur öryggisveikleiki hafi verið til staðar í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is. Embættið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðhæfingum Persónuverndar um að embættið hafi gefið misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins er hafnað. Embættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins. 3.7.2023 10:13
Framkvæmdum í Seljahverfi verði lokið um mitt næsta ár Grjóthaugur í Seljahverfi ætti að minnka á næstu vikum. Verktaki hefur lagt inn umsókn um flýtimeðferð hjá byggingarfulltrúa til þess að geta hafið jarðvegsskipti sem fyrst. Þá verður íbúum boðinn gluggaþvottur að verki loknu en búist er við að framkvæmdum ljúki um mitt næsta ár. 2.7.2023 11:18
Frásagnir af dauða grasrótarinnar stórlega ýktar Þingflokksformaður Pírata segir fregnir af dauða grasrótar flokksins stórlega ýktar. Lítil sem engin virkni hefur verið á umræðu- og kosningavef flokksins undanfarin tvö ár. Þingflokksformaðurinn segir að erfiðara hafi verið að fá fólk til að mæta á fundi eftir heimsfaraldur. Flokkurinn er sem stendur húsnæðislaus. 1.7.2023 23:29