Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á­fram sól og sumar fyrir sunnan

Í dag verður áfram norðanátt og sums staðar töluverður vindur. Norðan-og austanlands verður súld eða rigning og jafnvel slydda til fjalla.

Ekki á­stæða til að vara ís­lenska hunda­eig­endur við

Mat­væla­stofnun sér ekki á­stæðu til að vara hunda­eig­endur sér­stak­lega við smitandi hósta meðal hunda að ó­breyttu. Ekki eru fleiri til­vik um smitaða hunda nú en áður. Lang­stærstur hluti hunda hér á landi er bólu­settur gegn flestum veirum.

Ein­stök og Thule fá ekki ný nöfn í bráð

Ekki er á döfinni hjá Coca-Cola Europa­cific Partners á Ís­landi að enska nöfn fleiri vöru­merkja á vegum fyrir­tækisins í bráð. Vöru­tegundir líkt og bjór­tegundirnar Ein­stök og Thule munu á­fram verða með sín nöfn.

Leit að Sig­rúnu ber engan árangur

Leit að Sig­rúnu Arn­gríms­dóttur hefur enn engan árangur borið. Lög­reglan á Suður­nesjum biðlar til þeirra sem upp­lýsingar gætu haft um að hafa sam­band.

Tjarnar­bíó bjargað

Ríkið mun í sam­starfi við Reykja­víkur­borg leita leiða til að tryggja rekstur Tjarnarbíós og verður leikhúsinu því ekki lokað í haust. Leik­hús­stýra segist anda léttar.

Óttast að svi­ka­upp­hæðin nemi 200 milljónum króna

Árni Björn Björns­son, veitinga­maður á Sauð­ár­króki, segist óttast að Ís­lendingur sem gefið hafi sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu, hafi svikið hátt í 200 milljónir króna frá stórum hópi fólks. Hann segir fjölda þeirra sem hafi sam­band við sig vegna málsins aukast á hverjum degi. Hann mun gefa lög­reglu skýrslu í dag vegna málsins.

Land­læknir sektaður vegna öryggis­brests í Heilsu­veru

Em­bætti land­læknis harmar að al­var­legur öryggis­veik­leiki hafi verið til staðar í af­mörkuðum hluta mæðra­verndar og sam­skipta­hluta á Mínum síðum á vef­svæðinu Heilsu­vera.is. Em­bættið hefur sent frá sér til­kynningu þar sem stað­hæfingum Per­sónu­verndar um að em­bættið hafi gefið mis­vísandi og villandi upp­lýsingar við með­ferð málsins er hafnað. Em­bættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins.

Fram­kvæmdum í Selja­hverfi verði lokið um mitt næsta ár

Grjót­haugur í Selja­hverfi ætti að minnka á næstu vikum. Verk­taki hefur lagt inn um­sókn um flýti­með­ferð hjá byggingar­full­trúa til þess að geta hafið jarð­vegs­skipti sem fyrst. Þá verður í­búum boðinn glugga­þvottur að verki loknu en búist er við að fram­kvæmdum ljúki um mitt næsta ár.

Frá­­sagnir af dauða gras­rótarinnar stór­­lega ýktar

Þing­flokks­for­maður Pírata segir fregnir af dauða gras­rótar flokksins stór­lega ýktar. Lítil sem engin virkni hefur verið á um­ræðu- og kosninga­vef flokksins undan­farin tvö ár. Þing­flokks­for­maðurinn segir að erfiðara hafi verið að fá fólk til að mæta á fundi eftir heims­far­aldur. Flokkurinn er sem stendur hús­næðis­laus.

Sjá meira