„Þetta er 300 prósent hækkun“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júlí 2023 23:04 Endurnýjuð sundlaug opnaði aftur í maí undir nafninu Lindin. Þriggja manna fjölskylda sem ætlaði sér að fara í sundlaugina í Húsafelli í dag hætti við vegna verðlags. Fjölskyldan segist hafa verið reglulegir gestir í lauginni undanfarin ár en segir núverandi verð ofan í laugina allt of hátt. Rekstraraðili segir laugina einkarekna, hún fái enga niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu eða öðrum og þá sé komið til móts við gesti með sundkortum auk þess sem gestum hótels og tjaldsvæða sé boðinn afsláttur í margskonar formi. „Við komum hérna í hitt í fyrra og þá kostaði 1200 krónur að fara ofan í. Nú kostar það 3800 krónur. Þetta er 300 prósent hækkun,“ segir Óskar Óskarsson, sem ætlaði sér að heimsækja laugina í dag ásamt eiginkonu sinni og barni. Eiginkona hans, Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir, vakti athygli á hækkuninni inni á Facebook hópnum Fjármálatips í dag. Færslan hefur vakið mikla athygli. Ekki margir á ferð „Ég kíkti yfir grindverkið og ég sá ekki betur en að þarna væru bara tvær hræður og það á sunnudegi. Ég hugsaði með mér að við værum ekki ein um það að hafa hætt við að fara vegna þessa verðs,“ segir Óskar. Laugin í Húsafelli var endurnýjuð í vetur og hefur nú hlotið nafnið Lindin. Skessuhorn greindi frá því þegar hún opnaði aftur í maí en í frétt miðilsins kom fram að aðstaða í sundlaugarhúsi hefði verið bætt sem og útisvæðið við laugina. Er lauginni ætlað að þjóna hótelgestum á Húsafelli en einnig vera opin almenningi. Hjónin segja að sér þyki afar leitt hve hátt verð sé tekið af almennum sundlaugargestum. Þetta hafi verið þeirra uppáhalds sundlaug í gegnum árin sem þau hafi heimsótt reglulega. „Þegar maður er með fjölskyldu þá er þetta alltof mikið. Ég velti bara fyrir mér hvort það sé verið að láta almenning á Íslandi, eða alla vega túristana, borga Covid reikninginn?“ spyr Óskar. „Hvernig verður þetta á næsta ári? Eða á þarnæsta ári? Hvert er verðlagið hérna á Íslandi að fara? Svo mæta einhverjir hagfræðingar og menntaðir bisness gúrúar og bulla og rugla í tíma og ótíma um að verðbólgan sé að lækka. Þetta bendir ekki til þess.“ Fjölskyldan var gáttuð á verðinu í Lindinni í Húsafelli. Segir um að ræða ódýrustu afþreyingarlaug landsins Unnar Bergþórsson, framkvæmdarstjóri Hótel Húsafells, rekstraraðila Lindarinnar, segir í skriflegu svari til Vísis að sundlaugin sé einkarekin. Hún fái þannig engar niðurgreiðslur frá sveitarfélaginu eða öðrum. „Sundlaugin var rekin með sama sniði í tugi ára og var orðin ansi lúin og innviðir úr sér gengnir svo ekki var hægt að halda rekstri áfram með óbreyttu sniði. Eigendur ákváðu því að fara í gagngerar endurbætur og breyta aðstöðu úr sundlaug í afþreyingarlaug eins og eru víðsvegar hringinn í kringum landið og auka upplifun og gæði.“ Hann segir framkvæmdir hafa tekið rúmlega eitt ár og kostað vel á annað hundrað milljónir. Allir innviðir séu nýir og eins og best verður á kosið, laugar endurbættar, aðstöðuhús og klefar endurbættur frá grunni í stíl við gæði Hótel Húsafells, auk þess sem bætt hefur verið við gufubaði og köldum pottum. „Nú þegar Lindin, ný afþreyingar laug á Húsafelli hefur verið opnuð er hún ódýrasta afþreyingarlaug landsins. Ekki er eðlilegt að bera saman sundlaugar reknar af opinberum aðilum.“ Þá sé gestum boðið upp á 5 til 20 skipta kort og með afslætti sem sé á bilinu 30 til 55 prósent sé verð fyrir hvert skiptið komið í 2090 krónur. Gestum hótels og tjaldsvæða sé auk þess boðinn afsláttur í margskonar formi, sem ekki þekkist í öðrum afþreyingarlaugum. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum rekstraraðila Lindarinnar í Húsafelli. Neytendur Sundlaugar Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
„Við komum hérna í hitt í fyrra og þá kostaði 1200 krónur að fara ofan í. Nú kostar það 3800 krónur. Þetta er 300 prósent hækkun,“ segir Óskar Óskarsson, sem ætlaði sér að heimsækja laugina í dag ásamt eiginkonu sinni og barni. Eiginkona hans, Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir, vakti athygli á hækkuninni inni á Facebook hópnum Fjármálatips í dag. Færslan hefur vakið mikla athygli. Ekki margir á ferð „Ég kíkti yfir grindverkið og ég sá ekki betur en að þarna væru bara tvær hræður og það á sunnudegi. Ég hugsaði með mér að við værum ekki ein um það að hafa hætt við að fara vegna þessa verðs,“ segir Óskar. Laugin í Húsafelli var endurnýjuð í vetur og hefur nú hlotið nafnið Lindin. Skessuhorn greindi frá því þegar hún opnaði aftur í maí en í frétt miðilsins kom fram að aðstaða í sundlaugarhúsi hefði verið bætt sem og útisvæðið við laugina. Er lauginni ætlað að þjóna hótelgestum á Húsafelli en einnig vera opin almenningi. Hjónin segja að sér þyki afar leitt hve hátt verð sé tekið af almennum sundlaugargestum. Þetta hafi verið þeirra uppáhalds sundlaug í gegnum árin sem þau hafi heimsótt reglulega. „Þegar maður er með fjölskyldu þá er þetta alltof mikið. Ég velti bara fyrir mér hvort það sé verið að láta almenning á Íslandi, eða alla vega túristana, borga Covid reikninginn?“ spyr Óskar. „Hvernig verður þetta á næsta ári? Eða á þarnæsta ári? Hvert er verðlagið hérna á Íslandi að fara? Svo mæta einhverjir hagfræðingar og menntaðir bisness gúrúar og bulla og rugla í tíma og ótíma um að verðbólgan sé að lækka. Þetta bendir ekki til þess.“ Fjölskyldan var gáttuð á verðinu í Lindinni í Húsafelli. Segir um að ræða ódýrustu afþreyingarlaug landsins Unnar Bergþórsson, framkvæmdarstjóri Hótel Húsafells, rekstraraðila Lindarinnar, segir í skriflegu svari til Vísis að sundlaugin sé einkarekin. Hún fái þannig engar niðurgreiðslur frá sveitarfélaginu eða öðrum. „Sundlaugin var rekin með sama sniði í tugi ára og var orðin ansi lúin og innviðir úr sér gengnir svo ekki var hægt að halda rekstri áfram með óbreyttu sniði. Eigendur ákváðu því að fara í gagngerar endurbætur og breyta aðstöðu úr sundlaug í afþreyingarlaug eins og eru víðsvegar hringinn í kringum landið og auka upplifun og gæði.“ Hann segir framkvæmdir hafa tekið rúmlega eitt ár og kostað vel á annað hundrað milljónir. Allir innviðir séu nýir og eins og best verður á kosið, laugar endurbættar, aðstöðuhús og klefar endurbættur frá grunni í stíl við gæði Hótel Húsafells, auk þess sem bætt hefur verið við gufubaði og köldum pottum. „Nú þegar Lindin, ný afþreyingar laug á Húsafelli hefur verið opnuð er hún ódýrasta afþreyingarlaug landsins. Ekki er eðlilegt að bera saman sundlaugar reknar af opinberum aðilum.“ Þá sé gestum boðið upp á 5 til 20 skipta kort og með afslætti sem sé á bilinu 30 til 55 prósent sé verð fyrir hvert skiptið komið í 2090 krónur. Gestum hótels og tjaldsvæða sé auk þess boðinn afsláttur í margskonar formi, sem ekki þekkist í öðrum afþreyingarlaugum. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum rekstraraðila Lindarinnar í Húsafelli.
Neytendur Sundlaugar Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira