Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Fjölskylduvæn hæð á besta stað í Reykjavík á Sogavegi er komin á sölu. Um er að ræða 178,5 fermetra íbúð með bílskúr sem hefur verið endurnýjuð á undanförnum árum. 15.1.2025 17:31
Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lögmaður bandaríska leikstjórans Justin Baldoni hefur farið fram á það við Marvel kvikmyndaverið að það varðveiti öll gögn sem það á um persónuna „Nicepool“ í ofurhetjumyndinni Deadpool & Wolverine. Svo virðist vera sem Baldoni telji að persónan sé byggð á honum. 15.1.2025 13:41
Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Að vera með flottan rass snýst ekki bara um útlit. Sérfræðingur í hreyfingu og líkamsbeitingu hvetur fólk til þess að virkja rassvöðvana. Vanvirkir rassvöðvar hafi víðtæk áhrif á stoðkerfið, hreyfigetu og andlega heilsu. 15.1.2025 07:00
„Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa,“ segir Rósa Líf Darradóttir læknir og vegan aðgerðasinni. Hún stóð í stafni vitundavakningar í desember undir yfirskriftinni „Það á enginn að vera hryggur um jólin.“ 14.1.2025 15:00
Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Bandaríska ofurparið Tom Holland og Zendaya eru trúlofuð. Þau kynntust við tökur á Spider-Man: Homecoming árið 2017 og keyptu sér svo hús saman í London árið 2022. Það sem meira er er að pabbi Tom Holland hefur tröllatrú á parinu og segir þau munu verða saman til eilífðarnóns. 14.1.2025 13:51
Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Ólafur Stefánsson handboltagoðsögn segir ferðalag sitt í vinnu með hugvíkkandi efni hafa endað á sama stað og hann byrjaði á. Samt sé allt orðið öðruvísi. Ólafur ræðir ferðalag sitt í podcasti Sölva Tryggvasonar og segist hafa farið í allar gildrurnar og lært mikið. Á endanum snúist þetta allt um að verða betri manneskja. Hann unir sér nú vel í mastersnámi í sálfræði í Þýskalandi. 14.1.2025 09:55
Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Eldar halda áfram að gera íbúum Los Angeles og stjörnum Hollywood lífið leitt. Meðal þess sem stjörnurnar keppast nú við að vekja athygli á í bandarískum miðlum eru lág laun slökkviliðsmanna, tryggingar húsnæðiseigenda og leiguverð þeirra sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín. 13.1.2025 11:32
Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Jovana Pavlovic mannfræðingur hefur sagt skilið við samfélagsmiðla fyrir fullt og allt. Hún segir miðlana hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hennar og að þeir hafi verið farnir að hafa einum of mótandi áhrif á samskipti hennar við aðra. Hún segist finna fyrir miklum fráhvarfseinkennum. 11.1.2025 07:00
Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bandaríski sjónvarpsmaðurinn David Muir ákvað að festa þvottaklemmu á sig til þess að líta betur út í slökkviliðsbúning þar sem hann var staddur við gróðurelda í Los Angeles í beinni útsendingu. Athæfið hefur vakið mikla athygli og sjónvarpsmaðurinn verið harðlega gagnrýndur vegna þessa. 10.1.2025 16:01
Óvæntur glaðningur í veggjunum Hjón sem vinna að endurbótum á húsi sínu í Bústaðahverfi í Reykjavík hafa fundið ýmsan óvæntan nokkurra áratuga gamlan glaðning í veggjum hússins sem nýttur var sem fóðrun. Meðal þess er dagatal Viðtækjaverzlunar ríkisins frá árinu 1965 og gamall Tópas pakki. 10.1.2025 14:20
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent