Lukaku og Megan Thee Stallion hönd í hönd í brúðkaupi Fótboltastjarnan Romelu Lukaku og rapparinn Megan Thee Stallion gætu verið nýtt ofurpar. Þau sáust haldast í hendur og sitja við hlið hvors annars brúðkaupi argentínska landsliðsmannsins Lautaro Martinez. 30.5.2023 23:26
Sjö láta af störfum í skipulagsbreytingum hjá Festi Sjö láta af störfum og tvö hafa verið ráðin til félagsins Festi í skipulagsbreytingum. Þá hafa ýmis svið verið sameinuð. 30.5.2023 22:49
Þingmenn eigi ekki sjálfir að vasast í eigin kjörum Tekist var á um fyrirhugaðar launahækkanir æðstu embættismanna á Alþingi í dag. Áformin hafa fallið í grýttan jarðveg hjá forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar sem vinna nú að gerð nýrra kjarasamninga til langs tíma. Þingmaður VG segist skilja gremjuna og þingmaður Viðreisnar segir sjálfsagt að endurskoða áformin en ekki sé meirihluti fyrir því á þingi. 30.5.2023 21:22
Vigta farþega áður en þeir stíga um borð Flugfélag Nýja-Sjálands hyggst vigta alla farþega sem stíga um borð í flugvélar félagsins í júlímánuði. Er það gert til að finna út meðalþyngd farþega. 30.5.2023 19:49
Hlynnt því að framlengja tollfrelsi úkraínskra vara Forsætisráðherra telur það skynsamlegt að framlengja tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara. Efasemdir eru þó uppi um ágæti innflutningsins. Bráðabirgðaákvæði sem heimilar innflutninginn rennur út á morgun. 30.5.2023 19:01
Biðjast afsökunar á afleitum Gollum-leik Framleiðendur tölvuleiksins Hringadróttinssaga: Gollum hafa beðið aðdáendur afsökunar á leiknum sem virðist haldinn mýmörgum göllum. Grafík leiksins er með eindæmum léleg. 30.5.2023 18:00
Laug til um ástarsamband við mun yngri samstarfsmann Breski sjónvarpsmaðurinn Phillip Schofield hefur hætt störfum hjá sjónvarpsstöðinni ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Samstarfsfólk segir hann lygara og haldinn ranghugmyndum. 29.5.2023 15:28
Kjarnorkuvopn fyrir öll ríki sem gangi til liðs við ríkjasambandið Alexander Lukashenko, forseti Belarús, heitir því að öll ríki sem ganga til liðs við ríkjasamband Rússlands og Belarús fái kjarnorkuvopn. Böndin milli ríkjanna hafa styrkst töluvert frá innrás Rússa í Úkraínu. 29.5.2023 12:04
Þrír látnir eftir að bát hvolfdi í stormviðri Þrír hafa verið úrskurðaðir látnir og eins er enn saknað eftir að bát hvolfdi í skyndilegu stormviðri á Maggiore-vatni á Ítalíu í gær. Nítján hefur verið bjargað. 29.5.2023 08:58
Bylgja drónaárása á Kænugarð Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. 29.5.2023 08:36