Harpa rýmd vegna bilunar á úðunarkerfi Harpa var rýmd nú rétt í þessu vegna bilunar á úðunarkerfi. Gestir á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar þurftu að yfirgefa Eldborgarsalinn. 18.12.2022 17:01
Alvarlegt bílslys við Vík í Mýrdal Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi eitt fyrir stundu við Reynisfjall skammt frá Vík í Mýrdal þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Lögregla er við störf á vettvangi ásamt öðrum viðbragðsaðilum og var hinn slasaði fluttur með þyrlu Landhelgisgæslu á Landspítala. 18.12.2022 15:35
Vinirnir Þórdís og Sigurjón eiga von á öðru barni Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eiga von á öðru barni. Það sem er óvenjulegt við þeirra barneignir er að þau hafa aldrei verið í nokkurs konar ástarsambandi, heldur hafa þau aðeins verið góðir vinir og bæði dreymdi þau um að eignast barn. 18.12.2022 14:51
Appelsínugul viðvörun og kólnar fram að jólum Appelsínugul viðvörun er í gildi á suðausturlandi á mánudag og gular viðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, fyrir utan Norðurland, á mánudag og þriðjudag. Útlit er fyrir mikið frost á Þorláksmessu og aðfangadag 18.12.2022 14:11
Þóttist hafa gleymt að mæta í Vikuna Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, gerði Gísla Marteini Baldvinssyni, þáttastjórnanda Vikunnar á RÚV grikk á föstudaginn var þegar hann þóttist hafa gleymt því að mæta í sett til hans í spjallþáttinn. 18.12.2022 13:38
Snjóruðningur borgarinnar lokar fólk á Kjalarnesi inni Eldri hjón eru veðurteppt á Esjumelum eftir að snjóruðningstæki borgarinnar ruddi stórum skafli fyrir veg að húsum á Kjalarnesi. Sonur hjónanna hefur áhyggjur af ástandinu þar sem ómögulegt væri fyrir sjúkrabíl að komast að húsinu en faðir hans er hjartveikur. 18.12.2022 13:01
Búist við allt að 12 stiga frosti í dag Vetrarveður er áfram í kortunum í dag og næstu vikuna. Í dag er spáð frosti á bilinu 3 til 12 stig. 18.12.2022 10:06
Rihanna frumsýnir loks soninn Stórsöngkonan Rihanna hefur birt myndband af syni hennar og rapparanum A$AP Rocky á samfélagsmiðlum. Þetta er í fyrsta sinn sem sonur þeirra, sem verður sjö mánaða gamall á morgun, birtist á samfélagsmiðlum 18.12.2022 09:29
Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17.12.2022 16:48
„Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17.12.2022 15:53