Kálbögglar frá 1944 sendir til greiningar hjá rannsóknarstofu Framleiðslustjóri Sláturfélags Suðurlands segir tilfelli matareitrunar Guðjóns Friðrikssonar einangrað en fyrirtækið hefur sent vöru úr viðkomandi framleiðslulotu til greiningar á rannsóknarstofu. Fréttastofu hefur þó borist ábendingar um fleiri tilfelli matareitrunar vegna kálböggla 1944. 10.6.2022 17:34
Fær 19 milljónir vegna ellefu mánaða gæsluvarðhalds að ósekju Íslenska ríkinu var í dag gert að greiða nígerískum karlmanni 19 milljónir króna í miskabætur vegna frelsissviptingar er hann sætti í ellefu mánuði í tengslum við rekstur sakamáls sem lauk með tveggja mánaða fangelsisdómi. 10.6.2022 16:17
Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins Karlmaður var í dag sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á 643 töflum af ávana-og fíknilyfinu OxyContin. Maðurinn flutti efnin til landsins með flugi frá Varsjá í Póllandi en tollverðir fundu efnin við leit í farangri ákærða. 10.6.2022 15:13
Fimm milljarða fjárfesting til málmleitar á Grænlandi Nokkrir stærstu auðlinda- og vogunarsjóðir heims munu taka þátt í fimm milljarða króna fjárfestingu í leyfum AEX Gold á Suður-Grænlandi til að leita að og vinna efnahagslega mikilvæga málma, svo sem kopar, nikkel og aðra svokallaða tæknimálma. 10.6.2022 11:51
Fjöldi brottfara í maí aldrei verið meiri Brottfarir Íslendinga í maí voru um 65 þúsund talsins og hafa ekki mælst svo margar í maí síðan mælingar hófust. Þetta kemur fram í talningu Ferðamálastofu. Þá voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um 112 þúsund talsins sem er fimmti fjölmennasti maímánuður frá því að mælingar hófust. 10.6.2022 10:04
Útskrifaði sig sjálfur með svæsna kálbögglaeitrun Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, greinir frá því á Facebook í dag að bið hans eftir heilbrigðisþjónustu á bráðamóttökunni í Fossvogi hafi verið svo löng að hann hafi endað með því að útskrifa sig sjálfur. 9.6.2022 18:16
Stuðningsfulltrúi tognaði á öxl og fær átta milljónir í bætur Borgarbyggð hefur verið gert að greiða stuðningsfulltrúa sveitarfélagsins tæpar átta milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem varð við umönnun hans á þroskaskertum einstaklingi. 9.6.2022 16:01
Útlendingafrumvarpi Jóns frestað fram á haust Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur. 9.6.2022 15:50
Fastafloti NATO kominn til Reykjavíkur Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, sem er hér á landi vegna kafbátarleitaræfingar sambandsins, hefur nú lagst að bryggju í Reykjavík. 9.6.2022 11:57
Svona var blaðamannafundur lögreglu vegna tveggja umfangsmikilla rannsókna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðaði til blaðamannafundar í dag klukkan 14. Fjallað var um aðgerðir lögreglu vegna skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi og greint frá tveimur umfangsmiklum rannsóknum lögreglu í málaflokknum. 9.6.2022 11:26