Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Maðurinn sem leitað er að í Vík og nágrenni heitir Illes Benedek Incze og er búsettur í bænum. Síðast sást til Illes klukkan þrjú síðastliðna nótt en lögreglan á Suðurlandi leggur mikla áherslu á leitina vegna leiðindaveðurs sem er á svæðinu. 16.9.2024 22:59
Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni „Þetta er helvíti skítt,“ segir Þröstur Guðlaugsson 69 ára ellilífeyrisþegi um fjárhagsstöðu sína. Hann missti vinnuna í Covid, fór á ellilífeyri og þarf nú að lifa mánuðinn af á um það bil 140 þúsund krónum. Hann hefur því prófað að leita sér að svartri vinnu. 16.9.2024 20:18
Sendir dótturina ekki í skólann vegna ofbeldis Móðir stúlku í 2. bekk í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ segist vera að niðurlotum komin eftir baráttu við skólayfirvöld vegna ofbeldis sem dóttir hennar hafi orðið fyrir í skólanum af hálfu samnemanda. Hann hafi hótað stúlkunni öllu illu og í einu tilviki mætt með hníf í skólann. 15.9.2024 22:59
Vaktin: Rannsakað sem banatilræði gegn Trump Karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um banatilræði gegn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta á golfvelli hans í Flórída. Ýmislegt er á reiki um árásina en fyrir liggur að leyniþjónustumenn skutu í átt að meintum byssumanni. Alríkislögeglan rannsakar árásina sem banatilræði. 15.9.2024 19:28
Fjöldi fyrirtækja á skiltum mótmælenda Svokölluð sniðganga var gengin í Reykjavík og á Akureyri í dag. Um er að ræða viðburð á vegum félagsins Ísland-Palestína með þann tilgang að hvetja til sniðgöngu á vörum frá Ísrael til stuðnings Palestínu. 14.9.2024 22:06
Ástin blómstrar hjá Erpi og nýju kærustunni á Ítalíu Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson nýtur nú lífsins á Ítalíu með nýju kærustunni sinni, Lísbetu Rós Ketilbjarnadóttur. 14.9.2024 21:36
Keypti miða á Hólmavík og vann níu milljónir Miðaeigandi í Lottói kvöldsins vann rúmar 8,9 milljónir í kvöld, en hann var sá eini sem hlaut fyrsta vinning. Miðann keypti hann í Krambúðinni á Hólmavík. 14.9.2024 21:20
Sérsveitin til aðstoðar við eftirför í Mosfellsbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæði veitti ökumanni á mótórhjóli eftirför í Mosfellsbæ með nokkrum hasar um klukkan hálf sex í dag. Mikill viðbúnaður var á svæðinu og naut lögregla aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. 14.9.2024 21:15
„Höldum áfram þangað til við erum dauðir“ Tuttugu og fimm ár liðin frá því að Magni Ásgeirsson gekk til liðs við hljómsveitina Á móti sól og af því tilefni blæs hljómsveitin til tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld. Hann segir þá munu halda áfram að spila fram á síðasta dag. 14.9.2024 20:54
Sagður hafa veifað hníf í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í fréttatilkynningu að tilkynning hafi borist um mann í miðborginni sem hafi veifað hníf í dag. 14.9.2024 18:01