Enn og aftur ráðist á opinbera vefi Netárásir voru gerðar í morgun á nokkra stjórnsýsluvefi, þar á meðal vef Alþingis, Stjórnarráðsins og Hæstaréttar. Forstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir sama hóp að baki árásunum og stóð að netárásum á meðan leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í maí. 13.6.2023 11:28
„Reksturinn er orðinn erfiðari“ Kaffitár hefur lokað kaffihúsi sínu að Bankastræti, að sögn rekstrarstjóra vegna hækkunar á leigu og erfiðari reksturs. 12.6.2023 14:39
Myndaveisla: Mögnuð tilþrif á meistaramótinu í götubolta Íslandsmeistaramótið í götubolta í boði X-ins 977 fór fram um helgina á Klambratúni í Reykjavík. Tuttugu lið tóku þátt og spiluðu upp á verðlaunafé sem samtals nam 242 þúsund krónum. 12.6.2023 10:58
Fréttakviss vikunnar: Ástarmál Shakiru, rostungurinn og Grímuverðlaun Fréttafíklar landsins sameinist! Nú er komið að því að spreyta sig í fréttakvissi vikunnar þar sem víða er komið við sögu. 10.6.2023 09:00
Komin til starfa en launin enn óákveðin Unglingar hófu störf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í dag. Svo vill til að upplýsingar um kaup og kjör þeirra liggja enn ekki fyrir. 9.6.2023 16:58
Reyndi ítrekað að flýja land: „I think I killed her“ Demetrius Allen, bandarískur karlmaður sem spilað hefur amerískan fótbolta hér á landi, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Allen kynntist brotaþola, íslenskri konu, á Tinder tíu dögum fyrir brotið og reyndi ítrekað að flýja land í kjölfarið. 9.6.2023 14:48
Ætlar að hætta að leika og flytja til Frakklands Leikarinn Bryan Cranston hefur tilkynnt um áform sín um að setjast í helgan stein. Stefnir hann á að hætta að leika árið 2026, þegar hann verður sjötugur, og flytja til Frakklands. 9.6.2023 11:40
Ný ákæra í hryðjuverkamálinu Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa út nýja ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða, þar sem tveir menn voru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Fyrri ákæru var vísað frá dómi, bæði í héraði og fyrir Landsrétti. 9.6.2023 09:58
Bein útsending: Hlaupa allt upp í 161 kílómetra á Hengilssvæðinu Salomon Hengill Ultra utanvegahlaupið fer fram í Hveragerði í dag og á morgun, 9. og 10. júní. Sérfræðingar Vísis stýra maraþonútsendingu frá keppninni, sem má sjá hér að neðan. 9.6.2023 08:54
Trump ákærður vegna leyniskjala Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið ákærður vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti. 9.6.2023 00:03