„Nýir eigendur hússins hafa önnur plön. Leigusamningur rann út og það tókst ekki að semja aftur,“ segir Marta Rut Pálsdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa hjá Kaffitári.
Auk þess sé komin önnur kaffihúsamenning í miðbæinn.
„Það eru komin mjög mörg kaffihús, mikið úrval af kaffi og mat. Þannig það hefur verið minna að gera,“ segir María Rut. Fleira kemur þó til:
„Covid gerði okkur auðvitað ekki gott og húsnæðið er ekki í góðu ástandi, margt sem þarf að gera fyrir það. En reksturinn er orðinn erfiðari, við finnum fyrir því eins og aðrir í veitingabransanum.“
Kaffitár er þó hvergi af baki dottið.
„Við erum ekki hætt. Við erum að skoða staðsetningar og erum með nokkrar í sigtinu,“ segir María Rut að lokum.