Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7.6.2023 19:21
Tilkynntur til lögreglu fyrir að spila Bubba Maður var tilkynntur til lögreglu í dag vegna hávaða og láta í heimahúsi í Árbæ. Við nánari skoðun lögreglu kom í ljós að maðurinn var að spila lög með Bubba Morthens. 7.6.2023 18:40
Krókódílar færir um eingetnað Krókódíll í dýragarði í Kosta Ríka verpti eggjum sem innihéldu lífvænleg fóstur, án þess að hafa nokkurn tímann komið nálægt karlkyns krókódíl. Eggin klekktust ekki út en fóstrin í þeim voru nánast með sama erfðamengi og móðirin. 7.6.2023 18:19
Enn engin niðurstaða í sjónmáli Enn er engin niðurstaða komin í karphúsinu í viðræðum stéttarfélagsins BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur hefur staðið yfir í ellefu klukkustundir. 4.6.2023 23:50
Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 4.6.2023 23:03
Kári hvetur til byltingar sjómanna Sjómenn verða að krefjast aðgangs að gögnum um íslenskan sjávarútveg og taka þátt í endurreisn hans. Þetta sagði Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar í ræðu sinni á sjómannadaginn í dag. Dapurlegt sé að sjómannastéttin hafi glatað þeim stað sem hún ætti að hafa í hjarta þjóðarinnar. 4.6.2023 22:08
Foreldrar fegnir að leikskóli í Grindavík gleymdist Forsvarsmenn BSRB gleymdu að nefna leikskólann Laut í Grindavík á lista yfir starfsstaði þar sem verkfall er boðað á morgun. Foreldrar eru fegnir en leikskólastjórinn segir um mannleg mistök að ræða. 4.6.2023 20:44
Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. 4.6.2023 19:30
Átján ára spörkuðu í höfuð manns á fertugsaldri Tveir karlmenn, fæddir árið 2005, voru handteknir í morgun grunaðir um hættulega líkamsárás. Karlmaður á fertugsaldri hlaut nefbrot eftir að sparkað var í höfuð hans. 4.6.2023 17:48
Nadine og Snorri eignuðust son Sonur Nadine Guðrúnar Yaghi, samskiptastjóra Play og Snorra Mássonar fjölmiðlamanns er kominn í heiminn. 4.6.2023 17:07