Hryllingssögur berast af lestarslysinu „Móðir mín var týnd og ég fékk aðeins mynd af líkinu,“ segir sonur eins þeirra sem létust í hryllilegu lestarslysi í Odisha-ríki í Indlandi í gær. Að minnsta kosti 288 manns létust og ríflega þúsund manns slösuðust. 3.6.2023 23:48
Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3.6.2023 23:09
Hlaupahjólasprenging og árekstrar á meðal fjölmargra verkefna Slökkvilið hefur sinnt hátt í sextíu sjúkraflutningum og farið í átta dælubíla-útköll það sem af er degi. Meðal verkefna er sprenging sem varð út frá hlaupahjóli og umferðarslys í Garðabæ og Heiðmörk. 3.6.2023 21:06
Móðir þungt hugsi eftir að sonur varð vitni að látunum Mikill hiti var í toppslag Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Slagsmál hófust við lok leiks, rautt spjald fór á loft og þjálfarar voru harðorðir í viðtölum. Þá skarst í odda milli stuðningsmanna liðanna. Móðir átta ára drengs veltir fyrir sér hvort slíkur fótboltaleikur sé æskilegur fyrir drenginn til að mæta á. 3.6.2023 19:14
Brotist inn í Tækniskólann Brotist var inn í Tækniskólann á Frakkastíg í Reykjavík fyrr í dag. 3.6.2023 18:15
Björgunarsveit kölluð út vegna fótbrots á Snæfellsnesi Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út skömmu eftir klukkan fimm í dag vegna tilkynningar um fótbrot manns sem var á ferð um Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi. 3.6.2023 17:39
Tvö hundruð látnir hið minnsta í lestarslysi Að minnsta kosti 207 manns létust í lestarslysi í Odisha-ríki á austur-Indlandi í dag þegar þrjár lestar skullu saman. 2.6.2023 23:36
„Gjörsamlega misboðið“ hvernig fólk er haft að fíflum Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, er „gjörsamlega misboðið“ vegna myndbands sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl. Hún segir fólk haft að fíflum með fyrirkomulaginu. 2.6.2023 22:50
Fékk sér flúr í beinni eftir að hafa fengið leyfi frá foreldrum Árleg húðflúrráðstefna fer fram í Reykjavík um helgina í sextánda sinn. Tugir erlendra og innlendra húðflúrmeistara eru saman komnir í Gamla bíó þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að fræðast um húðflúrlistina og láta skreyta sig. 2.6.2023 20:41
Leyniskjöl Trump finnast ekki Lögfræðiteymi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segist ekki finna leynileg skjöl sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu. Alríkissaksóknarar komust yfir hljóðupptöku þar sem Trump heyrist ræða um þessi leyniskjöl. 2.6.2023 20:24