Benni Brynleifs og Eva gengin út Benedikt Brynleifsson, einn besti trommari landsins, og Eva Brink virðast gengin út. 2.6.2023 19:42
Forsetahjónin kysstu dauðan fisk á Nýfundnalandi Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, luku fjögurra daga ríkisheimsókn til Kanada í gær. Meðal verkefna ferðarinnar var að kyssa dauðan fisk sem er hefð til að vígja inn Nýfundnalendinga. 2.6.2023 19:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Eitthvað hefur þó miðað í viðræðum undanfarna daga og báðir deiluaðilar sammála um að allt verði gert til að koma í veg fyrir allsherjarverkfall á mánudag. 2.6.2023 18:41
Gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Selfossi framlengt Í dag féllst dómari við Héraðsdóm Suðurlands á kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni, vegna rannsóknar á andláti ungrar konu á Selfossi frá því í apríl síðastliðnum. Gæsluvarðhald var framlengt til sextánda júní næstkomandi. 2.6.2023 17:58
Krónan uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til gjaldmiðla „Svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra. Hann segir vaxtaákvarðanir Seðlabankans ná til afar þröngs hóps í samfélaginu sem valdi skekkju í hagkerfinu. 1.6.2023 23:57
Fimm sækjast eftir embætti forstjóra Þjóðskrár Fimm einstaklingar sækjast eftir embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands sem auglýst var í apríl síðastliðnum. Alls bárust átta umsóknir en þrír hafa dregið umsóknir sínar til baka. Innviðaráðherra skipar í embættið að undangengnu mati hæfnisnefndar. 1.6.2023 22:58
Tæmdi uppistöðulón til að finna símann sinn Indverskur embættismaður hefur verið sektaður um það sem nemur 90 þúsund krónum fyrir að tæma uppistöðulón í Chattisgarh-héraði á Indlandi. Það gerði hann í leit að farsíma sínum sem hann fann að lokum. 1.6.2023 22:42
Emmsjé Gauti frumflutti þjóðhátíðarlagið 2023 „Þegar þúsund hjörtu slá í takt, það að þú sért hjá mér það er allt.“ Svo hljóðar brot úr viðlagi þjóðhátíðarlagsins 2023 eftir þá Emmsjé Gauta og Þormóð Eiríksson. Til að koma sér í gírinn fyrir lagið fóru þeir til Vestmannaeyja, sungu með kórum og færðu þeim bjór. 1.6.2023 21:50
Versti maímánuður frá upphafi mælinga Sólskinsstundir í Reykjavík í maí hafa aldrei verið færri. Sólin skein 96 stundir og var mánuðurinn sá þriðji úrkomumesti frá því mælingar hófust. 1.6.2023 20:26
Ásdís Rán á OnlyFans Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir, gjarnan kölluð Ísdrottningin, hefur haslað sér völl á efnisveitunni OnlyFans. 1.6.2023 18:31