Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hinn nýi Nývangur er glæsileg bygging og hún kemur líka með ýmsar nýjungar fyrir knattspyrnufélagið Barcelona. Meðal þess er meira jafnrétti á milli kynjanna. 17.11.2025 12:32
Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Brasilíski knattspyrnumaðurinn Vitor Roque kom sér í vandræði vegna þessa sem hann setti inn á samfélagsmiðla sína en virðist ætla að sleppa með skrekkinn. 17.11.2025 12:08
Sakaði mótherjana um að nota vúdú Nígeríumenn urðu fyrir miklu áfalli þegar karlalandsliði þjóðarinnar mistókst að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. 17.11.2025 11:30
Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Islam Makhachev fagnaði sigri á UFC 322-bardagakvöldinu í New York um helgina og fólk í bardagaheiminum kepptist við að lofsyngja nýja heimsmeistarann í eltivigtinni. Einn var þó á allt öðru máli. 17.11.2025 11:01
Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ NBA-stjarnan Draymond Green missti stjórn á skapi sínu í leik Golden State Warriors á móti New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. 17.11.2025 10:31
Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Magdalena Eriksson, fyrrum fyrirliði sænska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið. 17.11.2025 10:03
Liverpool-stjarnan grét í leikslok Írar fögnuðu sigri á Puskas-leikvanginum í gær á kostnað Ungverja sem hreinlegra glutruðu frá sér möguleikunum á að vera með á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. Enginn var sorgmæddari í leikslok en Liverpool-stjarnan Dominik Szoboszlai. 17.11.2025 09:42
„Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Luke Littler komst í efsta sæti heimslistans í pílukasti um helgina og fagnaði því með því að vinna Luke Humphries, manninn sem hann fór fram úr, í úrslitaleik Grand Slam of Darts. 17.11.2025 09:22
Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Öll írska þjóðin fagnaði í gær vel árangri karlalandsliðsins undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og líka þeir sem eru með vinnu í Ungverjalandi. 17.11.2025 09:00
HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Norðmenn tryggðu sig endanlega inn á heimsmeistaramótið í fótbolta með sigri á Ítölum á útivelli. Þetta verður fyrsta stórmót karlalandsliðsins síðan 2000 og fyrsta heimsmeistaramótið síðan 1998. 17.11.2025 08:46