Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Skóla­­­stjórn­endur og bæjar­yfir­­­völd neita að tjá sig um kærurnar

Hvorki kjörnir full­trúar né starfs­menn Suður­nesja­bæjar vilja tjá sig um lög­­reglu­rann­­sókn sem nú stendur yfir og beinist að fjórum starfs­­mönnum Gerða­­skóla. Móðir stúlku með ADHD kærði starfs­mennina fyrir vonda með­­ferð á dóttur sinni en hún segist hafa horft á einn þeirra snúa hana niður í gólfið fyrir að hafa klórað út í loftið í átt að sér og segir skólann oft hafa lokað dóttur hennar inni í því sem skólinn kallar „hvíldar­her­bergi".

Kapellan þyrfti að víkja fyrir Co­vid-sjúk­lingum

Ekkert bólar enn á nýrri deild innan Land­spítala sem átti að koma í stað fyrir Co­vid-göngu­deildina. Um þrír mánuðir eru síðan spítalinn sendi heil­brigðis­ráðu­neytinu drög að út­færslu rýmisins þar sem er meðal annars lagt til að kapella spítalans verði nýtt undir Co­vid-sjúk­linga.

Reiknar með að þing komi saman í næstu viku

Formaður undirbúningskjörbréfanefndar smíðar nú drög að tveimur mögulegum leiðum sem nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til. Þingmenn eru bjartsýnir á að fá niðurstöðu í málið á allra næstu dögum og er sitjandi forseti Alþingis þegar farinn að undirbúa þingfund í næstu viku.

Ekki hvarflað að Gunnari Smára að fara í borgina

Gunnar Smári Egils­son, stofnandi Sósíal­ista­flokksins, reiknar ekki með að gefa kost á sér í sveitar­stjórnar­kosningunum næsta vor. Það skýrist eftir ára­mót hvort flokkurinn bjóði fram í fleiri sveitar­fé­lögum en Reykja­vík.

Upp­sögn starfs­manns Mennta­mála­stofnunar dæmd ó­lög­mæt

Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög.

Hafa beint því til grunn­skóla að loka börn ekki inni í „gulum herbergjum"

Um­boðs­maður Al­þingis telur ljóst að mál sem tengjast frelsis­sviptingu barna í grunn­skólum séu flóknari og víð­tækari en al­mennt hafi verið talið. Mennta­mála­ráð­herra segir að af­staða ráðu­neytisins sé skýr; það sé ó­lög­legt að vera með sér­stök her­bergi í grunn­skólum þar sem nem­endur séu læstir inni.

Starfs­menn kalla eftir af­sögn Arnórs

Starfs­menn Mennta­mála­stofnunar sendu frá sér á­lyktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir af­sögn for­stjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfs­manna sem greiddu at­kvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu á­lyktunina.

Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „al­gjörum for­gangi“

Mennta- og menningar­mála­ráðu­neytið segir að mál sem varði stjórnun Mennta­mála­stofnunar séu í „al­gjörum for­gangi“ innan ráðu­neytisins. Ráð­herrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en með­ferð þeirra verður lokið.

Sjá meira