Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Mælt með að annað for­eldrið fari með barni í sótt­kví

Full­bólu­settir for­eldrar barna sem lenda í sótt­kví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sótt­kví með þeim. Þeir mættu þó ekki um­gangast barnið eða vera í ná­vígi við það á meðan það tekur út sótt­kví sína.

Greiddu mútur svo R. Kel­ly gæti gifst 15 ára stúlku

Fyrr­verandi tón­leika­skipu­leggjandi söngvarans R. Kel­ly viður­kenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opin­berum starfs­manni til að falsa skil­ríki söng­konunnar Aali­yah þegar hún var 15 ára svo Kel­ly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ó­létt eftir hann.

Mælirinn fullur hjá drottningu: Vill höfða meið­yrða­mál gegn Harry og Meg­han

Elísa­bet Eng­lands­drottning hefur skipað starfs­mönnum hallarinnar að hefja undir­búning á mála­ferlum við her­toga­hjónin af Sus­sex, þau Harry Breta­prins og Meg­han Mark­le. Hún hefur fengið nóg af um­mælum þeirra um sig og konungs­fjöl­skylduna í við­tölum við fjöl­miðla vestan­hafs þar sem hjónin búa nú.

Hraun rennur aftur í Nátt­haga en langt í Suður­­stranda­rveg

Hraun er nú farið að renna niður í Nátt­haga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáan­legt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suður­strandar­veg fljót­lega eftir að Nátt­haginn fyllist af hrauni en að sögn náttúru­vá­r­sér­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna.

Vill að al­manna­varnir biðji for­eldra af­sökunar

Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát.

Sjá meira