Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Njáll Trausti sigrar í Norð­austur­kjör­dæmi

Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannes­syni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í bar­áttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi.

Boris John­son og Carri­e giftu sig í leyni

For­sætis­ráð­herra Bret­lands, Boris John­son, og unnusta hans, Carri­e Symonds, giftu sig við leyni­lega at­höfn í West­min­ster-dóm­kirkjunni í dag. Breskir miðlar greina frá þessu.

Mótmælendur ruddust inn með spurningar til ráð­herrans

Gestum í kosninga­­kaffi Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­­mála­ráð­herra brá mörgum hverjum nokkuð í brún þegar hópur mótmælenda stormaði inn á við­burðinn og flykktist að ráð­herranum með síma á lofti. Þar var hún spurð spjörunum úr um um­­­deilt frum­­varp sitt um breytingar á út­­lendinga­lögum.

Guð­rún leiðir þegar tæpur helmingur er talinn

Guð­rún Haf­steins­dóttir er efst í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Suður­kjör­dæmi þegar tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. Sitjandi þing­maður flokksins, Vil­hjálmur Árna­son, er í öðru sæti miðað við nýjustu tölur.

Guð­­mundur Felix hnyklar vöðvann í fyrsta skipti

Guð­mundur Felix Grétars­son hreyfði í dag upp­hand­leggs­vöðva sinn í fyrsta skipti eftir að hann missti hendurnar árið 1998. Tauga­endar í hand­leggjunum sem hann fékk grædda á sig í byrjun árs hafa vaxið mun hraðar en gert var ráð fyrir í fyrstu.

Trukkur valt á Hafnarfjarðarvegi

Stór bíll valt á hlið á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogsbraut fyrir skemmstu. Tveir voru í bílnum og er hvorugur alvarlega slasaður.

Há­­marks­­hraði raf­­hlaupa­hjóla gæti lækkað á vissum svæðum

Höfundum skýrslunnar Rafs­kútur og um­ferðar­öryggi sem gerð var fyrir Vega­gerðina og Reykja­víkur­borg telja æski­legt að há­marks­hraði raf­hlaupa­hjóla verði lækkaður á á­kveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa um­ferð hlaupa­hjólanna á götum þar sem há­marks­hraðinn er 30 kíló­metrar á klukku­stund.

Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur til­efni til van­trausts

Katrín Jakobs­dóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíus­sonar, sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins, sem gefi henni til­efni til að van­treysta honum. Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og for­manni Sjálf­stæðis­flokksins finnst ekki eðli­legt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæru­liða­deildar“ Sam­herja.

Sjá meira