Mótmælendur ruddust inn með spurningar til ráðherrans Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. maí 2021 22:46 Áslaug hélt kosningakaffi í Borgartúni í dag. instagram/Hildur Sverrisdóttir Gestum í kosningakaffi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra brá mörgum hverjum nokkuð í brún þegar hópur mótmælenda stormaði inn á viðburðinn og flykktist að ráðherranum með síma á lofti. Þar var hún spurð spjörunum úr um umdeilt frumvarp sitt um breytingar á útlendingalögum. „Það bara kom þarna hópur og ræddi við mig um útlendingamálin og ég svaraði spurningum þeirra og bauð þeim svo bara upp á kaffi eins og öðrum gestum,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei, þau tóku bara upp samtalið á síma og ég svaraði öllum þeim spurningum sem að mér var beint.“ Kom eflaust flatt upp á marga Hópurinn taldi um tíu manns, sem þáðu boð Áslaugar eftir spurningaflóðið og settust niður með kaffibolla. Meðal þeirra var að minnsta kosti einn hælisleitandi. Áslaug telur að hópurinn hafi verið á kosningakaffinu í um klukkutíma en það hófst klukkan 15 í dag og stóð til klukkan 17. Áslaug býður sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir ræddi við gest nokkurn úr kaffinu sem sagði mótmælendurna hafa verið hressa með kaffi og kökur Áslaugar.aðsend Hópurinn tók síðan eftir Hildi Sverrisdóttur, aðstoðarmanni ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem var mætt á kosningakaffið en hún sækist eftir þriðja til fjórða sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sneri fólkið sér þá að Hildi og hélt að henni grein sem hún hafði skrifað árið 2015 um að Ísland ætti að reyna að hjálpa eins mörgum flóttamönnum og hægt væri. Hún staðfestir þetta við Vísi: „Þau spurðu mig hvort ég stæði enn við þessa grein og jú, ég sagði þeim að ég gerði það. Að okkur bæri sjálfsögð skylda til að aðstoða fólk í neyð, að það væri skylda kerfisins að forgangsraða í þágu þeirra sem eru í mestri neyð og þar þurfi kerfið að gæta að jafnræði allra,“ sagði Hildur. „En auðvitað tekur öll sárt að heyra af aðstæðum hvers og eins í vondri stöðu,“ heldur hún áfram og segist hafa tekið fram við fólkið að henni þætti það vel gert hvað þau hefðu komið sínum sjónarmiðum málefnalega á framfæri. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei en ég meina í svona kosningakaffi þegar það er fullt af fólki að fá sér köku og styðja sitt fólk í pólitík þá kom þetta eflaust flatt upp á marga.“ Umdeilt frumvarp Frumvarp Áslaugar um breytingar á útlendingalögum hefur verið harðlega gagnrýnt af mörgum. Það hefur nokkrum sinnum verið lagt fram, fyrst af Sigríði Á Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Í meginatriðum er frumvarpið viðbrögð við mikilli fjölgun umsækjenda um hæli á Íslandi og er því ætlað að hraða málsmeðferð þeirra sem hafa hlotið vernd í öðru Evrópuríki og hljóta almennt neikvæða niðurstöðu vegna þess hér á landi. Í því er einnig lagt til að nokkur ákvæði reglugerðar frá árinu 2017 til að draga úr fjölda umsókna frá ríkisborgurum öruggra upprunaríkja verði tekin upp í lögin. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Það bara kom þarna hópur og ræddi við mig um útlendingamálin og ég svaraði spurningum þeirra og bauð þeim svo bara upp á kaffi eins og öðrum gestum,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei, þau tóku bara upp samtalið á síma og ég svaraði öllum þeim spurningum sem að mér var beint.“ Kom eflaust flatt upp á marga Hópurinn taldi um tíu manns, sem þáðu boð Áslaugar eftir spurningaflóðið og settust niður með kaffibolla. Meðal þeirra var að minnsta kosti einn hælisleitandi. Áslaug telur að hópurinn hafi verið á kosningakaffinu í um klukkutíma en það hófst klukkan 15 í dag og stóð til klukkan 17. Áslaug býður sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir ræddi við gest nokkurn úr kaffinu sem sagði mótmælendurna hafa verið hressa með kaffi og kökur Áslaugar.aðsend Hópurinn tók síðan eftir Hildi Sverrisdóttur, aðstoðarmanni ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem var mætt á kosningakaffið en hún sækist eftir þriðja til fjórða sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sneri fólkið sér þá að Hildi og hélt að henni grein sem hún hafði skrifað árið 2015 um að Ísland ætti að reyna að hjálpa eins mörgum flóttamönnum og hægt væri. Hún staðfestir þetta við Vísi: „Þau spurðu mig hvort ég stæði enn við þessa grein og jú, ég sagði þeim að ég gerði það. Að okkur bæri sjálfsögð skylda til að aðstoða fólk í neyð, að það væri skylda kerfisins að forgangsraða í þágu þeirra sem eru í mestri neyð og þar þurfi kerfið að gæta að jafnræði allra,“ sagði Hildur. „En auðvitað tekur öll sárt að heyra af aðstæðum hvers og eins í vondri stöðu,“ heldur hún áfram og segist hafa tekið fram við fólkið að henni þætti það vel gert hvað þau hefðu komið sínum sjónarmiðum málefnalega á framfæri. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei en ég meina í svona kosningakaffi þegar það er fullt af fólki að fá sér köku og styðja sitt fólk í pólitík þá kom þetta eflaust flatt upp á marga.“ Umdeilt frumvarp Frumvarp Áslaugar um breytingar á útlendingalögum hefur verið harðlega gagnrýnt af mörgum. Það hefur nokkrum sinnum verið lagt fram, fyrst af Sigríði Á Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Í meginatriðum er frumvarpið viðbrögð við mikilli fjölgun umsækjenda um hæli á Íslandi og er því ætlað að hraða málsmeðferð þeirra sem hafa hlotið vernd í öðru Evrópuríki og hljóta almennt neikvæða niðurstöðu vegna þess hér á landi. Í því er einnig lagt til að nokkur ákvæði reglugerðar frá árinu 2017 til að draga úr fjölda umsókna frá ríkisborgurum öruggra upprunaríkja verði tekin upp í lögin.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira