Mótmælendur ruddust inn með spurningar til ráðherrans Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. maí 2021 22:46 Áslaug hélt kosningakaffi í Borgartúni í dag. instagram/Hildur Sverrisdóttir Gestum í kosningakaffi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra brá mörgum hverjum nokkuð í brún þegar hópur mótmælenda stormaði inn á viðburðinn og flykktist að ráðherranum með síma á lofti. Þar var hún spurð spjörunum úr um umdeilt frumvarp sitt um breytingar á útlendingalögum. „Það bara kom þarna hópur og ræddi við mig um útlendingamálin og ég svaraði spurningum þeirra og bauð þeim svo bara upp á kaffi eins og öðrum gestum,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei, þau tóku bara upp samtalið á síma og ég svaraði öllum þeim spurningum sem að mér var beint.“ Kom eflaust flatt upp á marga Hópurinn taldi um tíu manns, sem þáðu boð Áslaugar eftir spurningaflóðið og settust niður með kaffibolla. Meðal þeirra var að minnsta kosti einn hælisleitandi. Áslaug telur að hópurinn hafi verið á kosningakaffinu í um klukkutíma en það hófst klukkan 15 í dag og stóð til klukkan 17. Áslaug býður sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir ræddi við gest nokkurn úr kaffinu sem sagði mótmælendurna hafa verið hressa með kaffi og kökur Áslaugar.aðsend Hópurinn tók síðan eftir Hildi Sverrisdóttur, aðstoðarmanni ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem var mætt á kosningakaffið en hún sækist eftir þriðja til fjórða sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sneri fólkið sér þá að Hildi og hélt að henni grein sem hún hafði skrifað árið 2015 um að Ísland ætti að reyna að hjálpa eins mörgum flóttamönnum og hægt væri. Hún staðfestir þetta við Vísi: „Þau spurðu mig hvort ég stæði enn við þessa grein og jú, ég sagði þeim að ég gerði það. Að okkur bæri sjálfsögð skylda til að aðstoða fólk í neyð, að það væri skylda kerfisins að forgangsraða í þágu þeirra sem eru í mestri neyð og þar þurfi kerfið að gæta að jafnræði allra,“ sagði Hildur. „En auðvitað tekur öll sárt að heyra af aðstæðum hvers og eins í vondri stöðu,“ heldur hún áfram og segist hafa tekið fram við fólkið að henni þætti það vel gert hvað þau hefðu komið sínum sjónarmiðum málefnalega á framfæri. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei en ég meina í svona kosningakaffi þegar það er fullt af fólki að fá sér köku og styðja sitt fólk í pólitík þá kom þetta eflaust flatt upp á marga.“ Umdeilt frumvarp Frumvarp Áslaugar um breytingar á útlendingalögum hefur verið harðlega gagnrýnt af mörgum. Það hefur nokkrum sinnum verið lagt fram, fyrst af Sigríði Á Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Í meginatriðum er frumvarpið viðbrögð við mikilli fjölgun umsækjenda um hæli á Íslandi og er því ætlað að hraða málsmeðferð þeirra sem hafa hlotið vernd í öðru Evrópuríki og hljóta almennt neikvæða niðurstöðu vegna þess hér á landi. Í því er einnig lagt til að nokkur ákvæði reglugerðar frá árinu 2017 til að draga úr fjölda umsókna frá ríkisborgurum öruggra upprunaríkja verði tekin upp í lögin. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Það bara kom þarna hópur og ræddi við mig um útlendingamálin og ég svaraði spurningum þeirra og bauð þeim svo bara upp á kaffi eins og öðrum gestum,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei, þau tóku bara upp samtalið á síma og ég svaraði öllum þeim spurningum sem að mér var beint.“ Kom eflaust flatt upp á marga Hópurinn taldi um tíu manns, sem þáðu boð Áslaugar eftir spurningaflóðið og settust niður með kaffibolla. Meðal þeirra var að minnsta kosti einn hælisleitandi. Áslaug telur að hópurinn hafi verið á kosningakaffinu í um klukkutíma en það hófst klukkan 15 í dag og stóð til klukkan 17. Áslaug býður sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir ræddi við gest nokkurn úr kaffinu sem sagði mótmælendurna hafa verið hressa með kaffi og kökur Áslaugar.aðsend Hópurinn tók síðan eftir Hildi Sverrisdóttur, aðstoðarmanni ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem var mætt á kosningakaffið en hún sækist eftir þriðja til fjórða sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sneri fólkið sér þá að Hildi og hélt að henni grein sem hún hafði skrifað árið 2015 um að Ísland ætti að reyna að hjálpa eins mörgum flóttamönnum og hægt væri. Hún staðfestir þetta við Vísi: „Þau spurðu mig hvort ég stæði enn við þessa grein og jú, ég sagði þeim að ég gerði það. Að okkur bæri sjálfsögð skylda til að aðstoða fólk í neyð, að það væri skylda kerfisins að forgangsraða í þágu þeirra sem eru í mestri neyð og þar þurfi kerfið að gæta að jafnræði allra,“ sagði Hildur. „En auðvitað tekur öll sárt að heyra af aðstæðum hvers og eins í vondri stöðu,“ heldur hún áfram og segist hafa tekið fram við fólkið að henni þætti það vel gert hvað þau hefðu komið sínum sjónarmiðum málefnalega á framfæri. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei en ég meina í svona kosningakaffi þegar það er fullt af fólki að fá sér köku og styðja sitt fólk í pólitík þá kom þetta eflaust flatt upp á marga.“ Umdeilt frumvarp Frumvarp Áslaugar um breytingar á útlendingalögum hefur verið harðlega gagnrýnt af mörgum. Það hefur nokkrum sinnum verið lagt fram, fyrst af Sigríði Á Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Í meginatriðum er frumvarpið viðbrögð við mikilli fjölgun umsækjenda um hæli á Íslandi og er því ætlað að hraða málsmeðferð þeirra sem hafa hlotið vernd í öðru Evrópuríki og hljóta almennt neikvæða niðurstöðu vegna þess hér á landi. Í því er einnig lagt til að nokkur ákvæði reglugerðar frá árinu 2017 til að draga úr fjölda umsókna frá ríkisborgurum öruggra upprunaríkja verði tekin upp í lögin.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira