Fréttamaður

Óttar Kolbeinsson Proppé

Nýjustu greinar eftir höfund

Hóta málsókn og saka ASÍ um „annar­legan á­róður“

Nýja flug­fé­lagið Play hefur lýst yfir sárum von­brigðum með að Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) hafi í dag hvatt lands­menn til að snið­ganga flug­fé­lagið vegna lágra launa sem flug­fé­lagið mun bjóða starfs­fólki sínu. Fé­lagið krefst þess að ASÍ dragi full­yrðingar sínar til baka annars verði það að leita réttar síns í málinu.

Mót­­mæla stefnu stór­veldanna á meðan ráðherrarnir funda

Á meðan utan­ríkis­ráð­herrar Rúss­lands og Banda­ríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blin­ken, funda í Hörpu munu mót­mæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Sam­taka hernaðar­and­stæðinga. Ýmis fé­laga­sam­tök hafa í dag sent frá sér á­skorun til stór­veldanna um að láta af and­stöðu sinni við sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna um bann við kjarn­orku­vopnum og undir­rita hann sem fyrst.

Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun

Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag Augustin Du­fatanye í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu. Hann verður þá að greiða út tæpa fimm og hálfa milljón vegna málsins, þar á meðal 1,8 milljón til konunnar í miska­bætur og tæpar fjórar milljónir fyrir allan sakar­kostnað.

Kröfu um van­hæfni með­dóms­manns í morð­máli hafnað

Hæsti­réttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eigin­konu sinni í Sand­gerði í fyrra, um að sér­fróður með­dóms­maður viki sæti í málinu fyrir Lands­rétti. Verjandinn taldi tengsl með­dóms­mannsins við þá sem hafa komið að dómi og rann­sókn málsins, þar á meðal réttar­meina­fræðingsins sem krufði konuna.

Fram­­kvæmd Suður­ne­sja­línu 2 í upp­­­námi

Fyrir­huguð fram­kvæmd Lands­nets á Suður­ne­sja­línu 2 er komin í upp­nám að sögn upp­lýsinga­full­trúa Lands­nets, Steinunnar Þor­steins­dóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á ó­vart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svo­nefnda Suð­vestur­línu.

Vilja hætta að merkja vín sín Rioja

Yfir fimm­tíu bask­neskir vín­fram­leið­endur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru ó­um­deilan­lega þau vin­sælustu sem koma frá Spáni en bask­nesku fram­leið­endurnir vilja nýja sér­bask­neska vín­merkingu.

Líður ekki eins og hann sé í Euro­vision lengur

Daði Freyr segir það hálf súrrealískt að vera kominn út til Hollands til að keppa í Euro­vision en vera fastur í sótt­kví. „Við erum bara búin að vera uppi á hótel­her­bergi að bíða og manni líður ekkert eins og maður sé í Euro­vision lengur. Svo á morgun eigum við bara að fara beint inn í general­prufu. Þetta er alveg súrrealískt.“

Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða

Regn­boga­fáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í til­efni af al­þjóð­legum degi gegn for­dómum í garð hin­segin fólks. Mann­réttinda­verð­laun Reykja­víkur­borgar voru veitt þar í dag.

Tólf hundruð börn vilja leika Emil og Ídu

Um tólf hundruð börn hafa skráð sig í prufur fyrir hlut­verk syst­kinanna Emils og Ídu í leik­ritinu Emil í Katt­holti sem verður sýnt á Stóra sviðinu í Borgar­leik­húsinu næsta vetur.

Sjá meira