Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bréfið rímar ekki við full­yrðingar Kalla Snæ

Ásakanir Guðmundar Karls Snæbjörnssonar, betur þekkts sem Kalla Snæ, eru hvergi að sjá í tilkynningu landlæknis um sviptingu lækningaleyfi hans. Hann hefur sakað embætti landlæknis um að svipta hann leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir.

Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en á­stand þess ó­ljóst

Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið.

Harður á­rekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætis­vagni

Harður árekstur varð á horni Hverfisgötu og Klapparstígs þar sem bíll keyrði í hliðina á strætisvagni. Slökkviliðið er á vettvangi ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum og segir um minniháttar meiðsli að ræða. Einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Ók á hús­vegg

Bíl var ekið á húsvegg í dag í umdæmi lögreglustöðvar þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Minniháttar tjón er á bílnum en engin slys urðu á fólki.

Fær­eyingar vilja full­veldi

Færeyjar skulu verða sjálfstætt land í sambandi við Danmörku og krefjist það afnáms dönsku stjórnarskrárinnar á eyjunum verður slíkt hið sama gert. Þetta kom fram í máli Aksel Jóhannessen, lögmanns Færeyja, eftir ríkisfund danska samveldisins sem fram fór í Þórshöfn í dag.

Sjá meira