Tók fimm mánuði að byrja að tala íslensku „Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka. 18.4.2024 07:01
Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17.4.2024 07:01
Óhamingjusamt hjónaband: Að hanga saman fyrir börnin Við þekkjum öll þessar sögur: Að foreldrar haldi hjónabandi gangandi „fyrir“ börnin. Óhamingjan samt einkennandi, jafnvel búin að vara í mörg ár. 15.4.2024 07:02
„Einn mjög fárra karla á mínum aldri sem er ekki í golfi!“ Það er allt í mjög föstum skorðum hjá Andrési Magnússyni framkvæmdastjóri SVÞ, sem segist svo vanafastur að hann taki dræmt í allar hugmyndir eiginkonunnar um breytingar á morgunvenjum. 13.4.2024 10:00
Að vera bestur í teyminu er allt annað en að vera góður stjórnandi Eitt af því sem fólk gerir nánast eins og ósjálfrátt er að tala um yfirmenn sína. Svona eins og það sé partur af því að gefa vinnustaðnum góða eða slæma einkunn. 12.4.2024 07:01
Kynslóðaskipti: Arftakaáætlunin virkjuð, vinnustaðaskóli og ný tækifæri fyrir starfsfólk Rio Tinto er eitt þeirra fyrirtækja á Íslandi sem vinnur markvisst að því að kynslóðaskipti innan fyrirtækisins gangi sem best fyrir sig. 11.4.2024 07:00
55-74 ára fjölgar hlutfallslega mest á vinnumarkaði Eitt af því sem blasir við íslensku atvinnulífi eru kynslóðaskipti á vinnustöðum þar sem fyrirséð er að ákveðið hlutfall starfsfólks mun láta af störfum sökum aldurs. Jafnvel eftir áratugi hjá sama vinnuveitanda. 10.4.2024 07:00
Fullorðin og feimin: Átta góð ráð Það er svo ömurlegt að upplifa sig einu manneskjuna í hópi sem þorir varla að segja eitt orð upphátt af feimni. Sérstaklega þegar svo virðist sem allir aðrir eigi svo auðvelt með þetta: Hlæja, tala saman. Spjalla í rólegheitunum. 8.4.2024 07:01
„Ótrúlega vel gift honum Obba sem er A-manneskja“ Brynhildur Lilja Björnsdóttir forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar, segist svo vel gift A manneskju að hún fær rjúkandi heitt rjómakaffi í rúmið frá eiginmanninum á hverjum morgni. Og D-vítamín. 6.4.2024 10:00
Algengt að starfsfólk læri ekki af mistökum Það er svo auðvelt að geta bent öðrum á að líta á mistök sem eitthvað til að læra af. Og enn auðveldara að segjast sjálf hafa lært af einhverjum mistökum þegar við lítum í baksýnisspegilinn. 4.4.2024 07:00