Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28.9.2022 07:00
„Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. 27.9.2022 07:02
Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24.9.2022 10:00
Starfsánægja: Vandinn vex þegar „hveitibrauðsdögunum“ er lokið Flestir starfsmenn eru ánægðir í starfinu sínu og það á þá helst við um smærri fyrirtæki. Sambandið við yfirmanninn skiptir mestu máli þegar spurt er um starfsánægju og margir vinnustaðir eiga erfitt með að halda starfsfólki ánægðu eftir að nýjabrumið í nýju starfi er farið. 23.9.2022 07:00
Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. 22.9.2022 07:01
Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21.9.2022 07:00
„Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“ „Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku. 19.9.2022 07:01
Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18.9.2022 08:00
Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. 17.9.2022 10:01
„Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16.9.2022 07:01