Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ó­trú­legur sigur Sporting í síðasta heima­leik Amorim

Rúben Amorim stýrði Sporting í síðasta sinn á heimavelli þegar liðið tók á móti Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Amorim tekur við Man United síðar í þessum mánuði og stuðningsfólk Rauðu djöflanna slefar eflaust yfir tilhugsuninni eftir ótrúlegan 4-1 sigur Sporting í kvöld.

Komu KR upp um deild og stýra liðinu á­fram

Knattspyrnufélag Reykjavíkur staðfesti í dag að Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson yrðu áfram þjálfarar kvennaliðs félagsins sem leikur í Lengjudeild kvenna á næsta ári. Þeir félagar stýrðu liðinu upp úr 2. deildinni í ár og fá nú tækifæri til að gera gott betur.

Frestað vegna veðurs

Leik HK og ÍBV í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik hefur verið frestað vegna veðurs. Frá þessu greinir HSÍ, Handknattleikssamband Íslands.

Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði

„Ég verð að segja að við vorum með heppnina með okkur í liði á köflum,“ sagði Ruud van Nistelrooy, tímabundinn þjálfari Manchester United eftir 5-2 sigur liðsins á Leicester City í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Rauðu djöflarnir mæta Tottenham Hotpsur í 8-liða úrslitum.

Sjá meira