Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Arsenal er komið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins eftir þægilegan 3-0 útisigur á Stefáni Teiti Þórðarsyni og félögum í Preston North End. Newcastle United er sömuleiðis komið áfram eftir góðan 2-0 sigur á Chelsea. 30.10.2024 22:00
Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Manchester United fékk Leicester City í heimsókn í 16-liða úrslitum deildarbikarsins. Um var að ræða fyrsta leik liðsins undir stjórn Ruud van Nistelrooy en hann tók við eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Nistelrooy byrjar vel en Rauðu djöflarnir unnu þægilegan 5-2 sigur í galopnum leik á Old Trafford. 30.10.2024 21:40
Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Liverpool er komið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins eftir 2-0 útisigur á Brighton & Hove Albion. Hollendingurinn Cody Gakpo skoraði bæði mörk gestanna. 30.10.2024 21:25
Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket lentu ekki í teljandi vandræðum gegn Balkan Botevgrad frá Búlgaríu í Evrópubikar FIBA í körfubolta. Það sama verður ekki sagt um Elvar Má Friðriksson og félaga í gríska liðinu Maroussi. 30.10.2024 20:17
Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Íslendingaliðin Kolstad og Pick Szeged unnu eins nauma sigra og hægt er í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Magdeburg vann á sama tíma gríðarlega þægilegan sigur. 30.10.2024 19:45
Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik Hér að neðan má sjá hinn portúgalska Cristiano Ronaldo brenna af vítaspyrnu í uppbótartíma þegar lið hans Al Nassr tapaði 1-0 á heimavelli fyrir Al Taawon í Konungsbikarnum í Sádi-Arabíu. 30.10.2024 18:02
Neymar kaupir glæsivillu í Miami á þrjá og hálfan milljarð Kaup brasilíska knattspyrnumannsins Neymar á glæsivillu í Flórída á þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna hafa ýtt undir þær sögusagnir að Brasilíumaðurinn gæti orðið samherji Lionel Messi hjá Inter Miami áður en langt um líður. 30.10.2024 07:12
Dagskráin í dag: Liverpool, Bónus deild kvenna, íshokkí og golf Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Boðið er körfubolta í efstu deild kvenna hér heima, enska deildarbikarinn í fótbolta, íshokkí og golf. 30.10.2024 06:01
Erin frá Stjörnunni til Kanada Markvörðurinn Erin McLeod hefur samið við Halifax Tides FC í Kanada, heimalandi sínu. Hún mun því ekki spila áfram hér á landi en undanfarin tvö ár hefur Erin spilað með Stjörnunni í Bestu deild kvenna í fótbolta. 29.10.2024 23:31
Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Willum Þór Willumsson lagði upp þrjú mörk þegar Birmingham City lagði U-21 lið Fulham 7-1 í EFL-bikarnum á Englandi. Alfons Sampsted lagði upp sjöunda mark Birmingham. 29.10.2024 23:02