Fótbolti

Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristian Nökkvi í leik með Ajax.
Kristian Nökkvi í leik með Ajax. ANP/Getty Images

Eftir hörmulegan endi á nýafstöðnu tímabili hefur Francesco Farioli ákveðið að segja starfi sínu lausu sem þjálfari hollenska knattspyrnuliðsins Ajax. Kristian Nökkvi Hlynsson mun því þurfa að sanna sig fyrir nýjum þjálfara þegar hann mætir til æfinga að sumarfríi loknu.

Hinn 36 ára gamla Farioli er talinn með efnilegri þjálfurum Evrópu og lengi vel stefndi í að hann myndi stýra Ajax til sigurs á sínu fyrsta tímabili í Hollandi. Gengi liðsins undir lok tímabils var hins vegar algjör hörmung og tókst Ajax að tapa titlinum til PSV.

Eftir fund með stjórn félagsins ákvað ítalski þjálfarinn að segja starfi sínu lausu þar sem hann taldi sig og stjórnina ekki vera sammála um hvernig væri best að tækla framhaldið.

Hinn 21 árs gamli Kristian Nökkvi er leikmaður Ajax en lék síðari hluta nýafstaðins tímabils með Sparta Rotterdam. Hann lék alls 30 leiki á tímabilinu, með Ajax og Sparta. Skoraði miðjumaðurinn fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar. Hann fær nú tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir nýjum þjálfara í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×