Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.

Nýjustu greinar eftir höfund

Snýr aftur eftir nærri þriggja ára fjar­veru

Lonzo Ball mun spila sinn fyrsta leik fyrir NBA-liðið Chicago Bulls síðan þann 14. janúar 2022 á miðvikudaginn kemur. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við gríðarlega erfið meiðsli en virðist loks vera að ná sér.

Ný­liðinn hetja Þýska­lands

Fjórir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta í kvöld. Frakkland vann Belgíu, Ítalía fór létt með Ísrael og Þýskaland lagði Holland.

Wil­son hetja Wa­les

Wales vann Svartfjallaland 1-0 í hinum leik kvöldsins í riðli 4 í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta. Um er að ræða liðin sem eru með Íslandi og Tyrklandi í riðli. 

Enska ­sam­bandið á að hafa rætt ó­form­lega við Guar­diola

England á enn eftir að ráða nýjan þjálfara fyrir A-landslið karla í knattspyrnu. Lee Carsley hefur stýrt liðinu síðan Gareth Southgate ákvað að stíga til hliðar en Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, er efstur á blaði hjá sambandinu.

Sjáðu allt það helsta frá súru tapi á Laugar­dals­velli

Ísland mátti þola tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeild karla eftir að komast 1-0 yfir snemma leiks. Lokatölur 2-4 en tapið heldur betur súrt eftir vítaspyrnufíaskó á báðum endum vallarins. Mörkin má sjá hér að neðan.

Kol­stad í undan­úr­slit

Norska stórliðið Kolstad er komið í undanúrslit bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Liðið hefur orðið bikarmeistari undanfarin tvö ár og stefnir á að endurtaka leikinn í ár.

Kristall Máni ekki meira með á þessu ári

Kristall Máni Ingason, markahæsti leikmaður í sögu íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta, mun ekki bæta við markafjölda sinn þegar liðið lýkur keppni í undankeppni EM 2025 gegn Danmörku á morgun. Hann er meiddur og spilar ekki meira á þessu ári.

Sjá meira