Fótbolti

Skjöldur á loft í Bæjara­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Harry Kane og skjöldurinn góði.
Harry Kane og skjöldurinn góði. Sven Hoppe/Getty Images

Bayern München er Þýskalandsmeistari karla í knattspyrnu. Það var vitað fyrir leik dagsins en eftir 2-0 sigur Bæjara á Gladbach fór Þýskalandsskjöldurinn á loft.

Enski framherjinn Harry Kane, sem var að vinna sinn fyrsta titil á ferlinum, kom Bayern yfir eftir hálftímaleik. Michael Olise, sem lagði upp markið hans Kane, tvöfaldaði forystuna á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og þar við sat.

Bayern er með 79 stig að loknum 33 leikjum. Liðið mætir Hoffenheim í lokaumferðinni og getur því mest endað með 82 stig. Þá þarf liðið fimm mörk gegn Hoffenheim til að brjóta 100 marka múrinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×