Bournemouth fór illa með Forest Bournemouth gerði sér lítið fyrir og vann Nottingham Forest 5-0 í ensku úrvalsdeild karla. Gestirnir eru í baráttu um Meistaradeildarsæti. Þá vann Everton 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion á meðan Newcastle United lagði botnlið Southampton á útivelli. 25.1.2025 17:47
Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Skytturnar hans Mikel Arteta unnu gríðarlega mikilvægan útisigur á Úlfunum í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. 25.1.2025 17:40
Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Stefán Teitur Þórðarson skoraði sitt fyrsta mark á Englandi þegar Preston North End vann mikilvægan 2-1 sigur á Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þá skoraði Jón Daði Böðvarsson annan leikinn í röð fyrir Burton Albion í ensku C-deildinni. 25.1.2025 17:27
Komu til baka eftir skelfilega byrjun Englandsmeistarar Manchester City komu til baka eftir martraðarbyrjun og unnu 3-1 sigur þegar Chelsea heimsótti Etihad-leikvanginn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. 25.1.2025 17:00
Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen töpuðu niður 2-0 forystu gegn RB Leipzig á útivelli í efstu deild þýska boltans, lokatölur 2-2. Á sama tíma vann Bayern München mikilvægan 2-1 útisigur á Freiburg. 25.1.2025 16:43
Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Það hefur mikið gengið á hjá Manchester United. Nú hafa forráðamenn liðsins staðfest að eyðsla liðsins undanfarin tímabil hafi farið úr öllu valdi og félagið þurfi því að gera ýmsar ráðstafanir til að lenda ekki í svörtu bókinni þegar kemur að fjárhagsregluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Endi liðið í svörtu bókinni gætu stig verið dregin af því. 24.1.2025 07:02
Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því Það er ýmislegt um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 24.1.2025 06:01
„Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fyrirliðinn Bruno Fernandes var hetja Manchester United þegar liðið vann nauman 2-1 sigur á Rangers. Mark fyrirliðans kom í blálokin eftir að gestirnir höfðu jafnað þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. 23.1.2025 23:01
Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Real Sociedad steinlá fyrir Lazio í Evrópudeild karla í knattspyrnu. Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson mátti þola það að sitja á bekknum allan leikinn sem Lazio vann 3-1. 23.1.2025 22:30
Danir óstöðvandi Það verður ekki annað sagt en Danmörk sé líkleg til að landa fjórða heimsmeistaratitlinum í röð en liðið er hreinlega óstöðvandi sem stendur á HM karla í handbolta. Eftir tíu marka sigur á lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi síðast vann Danmörk ellefu marka sigur á Sviss í kvöld. 23.1.2025 21:12