Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og NFL Að venju er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á veislu í Bestu deild karla í fótbolta og þá er NFL á sínum stað þar sem það er jú sunnudagur. 6.10.2024 06:00
„Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ „Þetta er rosalega breytt lið en Ægir Þór Steinarsson er þarna enn og Ægir var besti maður vallarins,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson þegar Körfuboltakvöld fór yfir sigur liðsins á Val í 1. umferð Bónus deildar karla. 5.10.2024 23:33
Markaskorarinn Kovačić: „Engir auðveldir leikir í þessari deild“ Miðjumaðurinn Mateo Kovačić steig heldur betur upp í liði Englandsmeistara Manchester City en hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri liðsins á Fulham í ensku úrvalsdeildinni. 5.10.2024 23:01
Óttast að Alisson sé frá næstu vikurnar Arne Slot, þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, óttast að markvörðurinn Alisson verði frá næstu vikurnar en hann fór meiddur af velli þegar liðið lagði Crystal Palace 1-0 á útivelli í dag. 5.10.2024 22:16
Súrt tap í framlengdum leik hjá Tryggva Snæ og félögum Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket máttu þola sex stiga tap gegn UCAM Murcia í framlengdum leik í efstu deild spænska körfuboltans, lokatölur 89-83. 5.10.2024 21:33
Thuram skaut Inter í toppbaráttuna Ítalíumeistarar Inter lögðu Torino 3-2 í Serie A, efstu deildar ítölsku knattspyrnunnar, í kvöld. Sigurinn kemur Inter aftur á beinu brautina eftir tvo leiki án sigurs. 5.10.2024 20:46
Óðinn Þór öflugur Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson átti flottan leik fyrir Kadetten sem er áfram á toppnum í Sviss. 5.10.2024 20:02
Pickford bjargaði stigi Everton og Newcastle United gerðu markalaust jafntefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Markvörðurinn Jordan Pickford reyndist hetja Everton þegar hann varði vítaspyrnu Anthony Gordon í fyrri hálfleik. 5.10.2024 18:35
Valverde sá til þess að Real var ekki í vandræðum með Villareal Federico Valverde skoraði og lagði upp þegar Spánarmeistarar Real Madríd lögðu Villareal 2-0 í lokaleik dagsins í La Liga, efstu deild karla í knattspyrnu þar í landi. 5.10.2024 18:30
ÍBV sótti sigur í Garðabæinn ÍBV lagði Stjörnuna með þremur mörkum í Olís-deild kvenna í handbolta, lokatölur í Garðabænum 22-25. 5.10.2024 18:04