Íslenski boltinn

Dagur Örn sagður á leið til FH

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagur Örn Fjeldsted í leik með Blikum.
Dagur Örn Fjeldsted í leik með Blikum. Vísir/Hulda Margrét

Dagur Örn Fjeldsted er sagður á leið til FH á láni frá Íslandsmeisturum Breiðabliks í knattspyrnu.

Þetta segir í frétt á 433.is. Að láninu loknu mun FH geta keypt Dag Örn frá Blikum. Dagur Örn er tvítugur vængmaður sem spilaði tíu leiki með HK á síðustu leiktíð. Hann hefur verið hluti af U-21 árs landsliði Íslands en ekki komið sögu í Bestu deildinni á þessari leiktíð.

Fótbolti.net greinir svo frá því að Arnór Borg Guðjohnsen gæti yfirgefið FH og haldið vestur til Vestra. Sóknarmaðurinn Arnór Borg hefur komið við sögu í fyrstu fjórum leikjum FH í deildinni.

Félagaskiptaglugginn hér á landi lokar á morgun, þriðjudag, og eru enn þónokkur lið í leit að styrkingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×