Markakóngur Panama látinn Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Luis „Matador“ Tejada er látinn. Hann var aðeins 41 árs gamall þegar hann lést. 29.1.2024 19:16
Heiðdís á faraldsfæti á ný Heiðdís Lillýardóttir hefur yfirgefið svissneska efstu deildarliðið Basel og er því í leit að nýju félagi. Þetta kemur fram á Instagram-síðu hennar. 29.1.2024 18:31
Varði titilinn með afslappaðri nálgun utan vallar Aryna Shabalenka varði á laugardag titil sinn er hún sigraði Opna ástralska í tennis annað árið í röð. Shabalenka lét skapið lengi vel hlaupa með sig í gönur og var gríðarlega stressuð utan vallar sem innan. Nú er tíðin hins vegar önnur og allir vegir henni færir. 28.1.2024 08:01
Dagskráin í dag: Komast ríkjandi meistarar Kansas City Chiefs aftur í Ofurskálina? Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag en við bjóðum upp á 21 beina útsendingu. 28.1.2024 06:00
Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: „Gefið boltann bara á hann“ Körfuboltakvöld ræddi aðeins sóknarleik Hamars í eins stigs tapinu gegn Haukum í síðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Þar skildu menn einfaldlega ekki af hverju Hamar nýtti ekki styrkleika Ragnars Ágústs Nathanaelssonar, betur þekktur sem Raggi Nat, betur. 27.1.2024 23:31
Segja Rashford hafa sést á skemmtistað áður en hann hringdi sig inn veikan Marcus Rashford var hvergi sjáanlegur þegar Manchester United æfði á föstudag en liðið mætir Newport County í ensku bikarkeppninni á morgun, sunnudag. Rashford hringdi sig inn veikan en sást á skemmistað á aðfaranótt föstudags samkvæmt frétt The Athletic. 27.1.2024 22:45
Angóla og Nígería í átta liða úrslit Angóla og Nígería eru komin í 8-liða úrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu. Angóla vann Namibíu 3-0 á meðan Nígería lagði Kamaerún. 27.1.2024 22:29
Tvær vítaspyrnur í súginn hjá AC Milan og Juventus missteig sig Tvær vítaspyrnur fóru forgörðum hjá AC Milan þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Bologna á heimavelli Í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þá gerði Juventus aðeins jafntefli við Empoli en Juventus var manni færri lungann úr leiknum. 27.1.2024 22:16
Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Kristian Nökkvi Hlynsson heldur áfram að gera frábæra hluti með Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Í kvöld skoraði hann og lagði upp í 4-2 útisigri á Heracles. 27.1.2024 22:00
Díana Dögg markahæst í tapi Zwickau tapaði með tveggja marka mun gegn Wildungen í þýsku úrvalsdeild kvenna í handbolta í kvöld. Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst í tapliðinu. 27.1.2024 21:31