Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.

Nýjustu greinar eftir höfund

Malen mættur til Villa

Framherjinn Donyell Malen er mættur til Aston Villa. Hann kemur frá Borussia Dortmund í Þýskalandi og kostar Villa tæplega fjóra milljarða íslenskra króna.

Hin efni­lega Arn­fríður Auður í raðir Vals

Ungstirnið Arnfríður Auður Arnarsdóttir er gengin í raðir bikarmeistara Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hún er fædd árið 2008 og kemur frá Gróttu þar sem hún hefur leikið til þessa. Valur greindi frá á samfélagsmiðlum sínum.

Ótrú­leg endur­koma heima­manna

Phil Foden skoraði tvívegis þegar Englandsmeistarar Manchester City komust 2-0 yfir gegn Brentford á útivelli. Lærisveinar Thomas Frank hafa hins vegar haft tak á liði Pep Guardiola undanfarin ár og tókst að jafna metin áður en leik lauk, niðurstaðan 2-2 jafntefli. 

James bjargaði heima­liðinu

Hinn meiðslahrjáði Reece James, fyrirliði Chelsea, kom sínum mönnum til bjargar á ögurstundu þegar Bournemouth virtist vera að sækja þrjú stig á Brúnna í leik liðanna í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Sjá meira