Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ „Við vorum allar í samtali síðastliðinn mánudag og fórum yfir deildina. Mér fannst við bjartsýnar fyrir hönd Stjörnunnar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Bestu markanna, er afhroð Stjörnukvenna gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks var rætt. 19.4.2025 09:00
Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Gianluca Zambrotta spilaði með stórliðum á borð við AC Milan, Barcelona og Juventu sá ferli sínum. Hann vann fjölda titla og stóð uppi sem heimsmeistari með Ítalíu árið 2006. Nú stefnir í að þessi 48 ára gamli fyrrverandi knattspyrnumaður þurfti gervihné til þess að geta gengið eðlilega. 19.4.2025 08:02
Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Þó það sé páskahelgi er að sjálfsögðu nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport. 19.4.2025 06:02
Albert sagður á óskalista Everton og Inter Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er nokkuð óvænt sagður á óskalista Ítalíumeistara Inter Milan og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. 18.4.2025 23:31
Lena Margrét til Svíþjóðar Lena Margrét Valdimarsdóttir mun ganga í raðir sænska efstu deildarliðsins Skara HF frá Fram þegar tímabilinu hér heima lýkur. 18.4.2025 22:46
Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er handan við hornið og þó Los Angeles Lakers séu ekki talið það líklegt til að fara alla leið þá virðist fjöldi fólks hafa sett pening á að Luka Doncić, LeBron James og Austin Reaves geti komið körfuboltaspekúlöntum á óvart. 18.4.2025 22:01
Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Leeds United og Burnely eru skrefi nær því að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Bæði lið eru með 91 stig og fimm stiga forystu á Sheffield United sem er í 3. sæti. 18.4.2025 21:00
Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvennu í 8-0 sigri Al Qadsiah á Al Taraji í efstu deild Sádi-Arabíu. 18.4.2025 20:30
KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Kvennalið KR í körfubolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í Bónus-deild kvenna á næstu leiktíð eftir sigur á Hamar/Þór. 18.4.2025 19:37
Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Stjarnan lenti í gríðarlegum vandræðum gegn Lengjudeildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Á endanum unnu Garðbæingar 5-3 sigur í framlengingu. 18.4.2025 19:20