Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. 19.9.2024 19:02
Bjarki Már og Orri Freyr með stórsigra í Meistaradeildinni Bjarki Már Elísson og Orri Freyr Þorkelsson unnu í kvöld stórsigra með liðum sínum í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Veszprém fór létt með París Saint-Germain á heimavelli á meðan Sporting sótti lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia heim. 19.9.2024 18:46
Guðrún Brá í góðri stöðu eftir sinn besta árangur Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék frábærlega á LET Access-mótaröðinni í golfi um síðustu helgi. Náði þar hún sínum besta árangri til þessa á mótaröðinni. 19.9.2024 18:02
Úlfur Ágúst orðaður við Messi og félaga á Miami Framherjinn Úlfur Ágúst Björnsson spilar í dag með Duke-háskólanum í Bandaríkjunum ásamt því að vera samningsbundinn FH í Bestu deild karla í fótbolta. Hann er nú orðaður við stórlið Inter Miami þar sem Lionel Messi og fleiri góðir leika listir sínar. 19.9.2024 17:16
Sett meira en 762 milljarða í að bæta ímynd sína Fyrirtæki sem sérhæfa sig í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti hafa eytt meira en 762 milljörðum íslenskra króna í íþróttaþvott til að bæta ímynd sína. Aramco frá Sádi-Arabíu toppar listann, þar á eftir koma fyrirtæki á borð við Ineos, Shell og TotalEnergies. 19.9.2024 07:02
Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu heldur áfram Þriðja daginn í röð er Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu allt í öllu á rásum Stöðvar 2 Sport. 19.9.2024 06:01
Woj-fréttin hættir hjá ESPN og snýr sér að öðru Adrian Wojnarowski hefur ákveðið að vanda kvæði sínu í kross og breyta um starfsvettvang. Hann hefur því sagt starfi sínu hjá íþróttafréttarisanum ESPN lausu. Frá þessu greindi Woj, eins og hann er öllu jafnan kallaður, á samfélagsmiðlum sínum. 18.9.2024 23:31
Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Damir var ekki í liðinu, hvað var hann að brasa?“ spurði Gummi Ben þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason í síðasta þætti Stúkunnar en Damir kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í sigri Breiðabliks á HK í 22. umferð Bestu deildar karla. 18.9.2024 23:02
Stjarnan í vondum málum eftir tap í Írlandi Það stefnir í stutt ævintýri hjá 2. flokki Stjörnunnar í UEFA Youth League eftir 3-0 tap ytra gegn University College Dublin frá Írlandi. Liðin mætast aftur í Garðabænum og þurfa heimamenn kraftaverk til að komast áfram. 18.9.2024 22:31
Selfoss átti lítið í Íslandsmeistara Vals Valur lagði Selfoss með sjö mörkum, 30-23, í 3. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. 18.9.2024 22:02